Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 33

Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 33
MENNTAMÁL 27 Og þó að þetta eigi að heita leikur, er alvara jafnan baki, að eðli góðra gamanleikja, og ákveðinn tilgang- Ur- Kennarinn styðst við spjaldskrá barnanna og sér, að Sum þeirra kunna ekki skil á lögun hluta, þekkja ekki aba litina, eru óviss í að telja, tala ógreinilega, o. s. frv. Við námsleikinn gefast góðum kennara ótal tækifæri til að kenna, rækta og æfa þetta og margt, margt fleira, sem telja verður óhjákvæmilega undirstöðu, þegar lengra kemur á námsbrautinni. Ekki er komið neitt að lestrarkennslu fyrstu þrjár til fjórar vikurnar. En á margan hátt er hægt að undirbúa þetta. Reynt er að vekja áhuga fyrir því að lesa. Kenn- arinn segir stutta, skemmtilega sögu og finnur, að börnin eru gagntekin. Þá er tækifæri til að vekja áhuga fyrir lestri með því að segja sem svo: „Væri nú ekki gaman að geta lesið svona sögu sjálfur?" Þegar kennarinn er að sýna börnunum stórar myndir á spjöldum, gefst þeim tækifæri til að lýsa myndunum. Hægt er að koma mynda- athugunum þannig fyrir, að þær verði á vissan hátt undir- búningur undir lestrarnám. Gengið er frá atriði til atriðis og sagt skýrt og skipulega frá. Börnin teikna margar myndir í röðum, lárétt og nefna þær svo með því að byrja fremst og halda aftur eftir myndaröðinni og það- an yfir í næstu röð. Þetta er hin bezta æfing í að færa sig rétt eftir línum letursins og fara línu af línu. Slíka æfingu er einnig hægt að gera á leirmunum, sem barnið hefur gert, og öðrum föndurhlutum. Gott er að hafa kom- ið að slíkum tækniatriðum, áður en barnið fer að glíma við lesmál í bók. Þá verður léttara að samstilla hópinn og einbeita sér að því, sem lesa á, fylgjast með og taka við af öðrum. Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að léttar myndabækur fyrir smábörn veiti þeim á vissan hátt ákjósanlegan undirbúning undir lestrarnámið. Er það vert athugunar fyrir foreldra, þó að sú þúfa sé þar í vegi, að við íslendingar erum illa á vegi staddir um góð- ar myndabækur fyrir smábörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.