Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 52
46
MENNTAMÁL
áhrif á þróun barnaverndarinnar í landinu, og það er að
verulegu leyti undir því komið, hvernig tekst til um
framkvæmd barnaverndarlaganna. I fjölmörgum tilvikum
veltur heill og framtíð barna á ákvörðunum þess. En hér
er oft mikill vandi að sjá, hvað réttast er og bezt, þegar
meta skal allar aðstæður með framtíðarheill barnsins fyrir
augum. Hvor lausnin er betri eða verri? Hve mikla áhættu
er réttmætt að taka og stofna barninu í? Á því getur
stundum leikið mikill vafi, og auk þess geta atburðir
ráðizt á annan veg en sennilegt þykir. Sjálfsagt hefur
barnaverndarráðinu stundum skjátlazt í ákvörðunum sín-
um. En ég fullyrði, að við í barnaverndarráði höfum rækt
starf okkar eftir beztu getu og leitazt við að láta ekki
nein annarleg sjónarmið glepja okkur. Okkur hefur ávallt
verið efst í huga, að þroski og lífshamingja barna geta
oltið á því, hvaða ákvarðanir við tökum um framtíð
þeirra. Við höfum verið þess minnugir, að sum börn eiga
allt undir trúmennsku og forsjá barnaverndarmanna og
þeim ráðum, sem þeim eru tiltæk til þess að koma þeim
til þroska.
Á Norðurlöndum, t. d. í Danmörku, eru barnaverndar-
ráðin virðulegar stofnanir og vel er að þeim búið, enda
þarf svo að vera, þegar mikilvægar menningarstofnanir
eiga í hlut. En þrátt fyrir 25 ára aldur er íslenzka
barnaverndarráðið enn næsta umkomulítið að ytra bún-
aði og sniði. Þótt verkefni þess hafi vaxið, er aðbúnaður
og starfskjör þess mjög hin sömu og þau voru fyrir 20
—25 árum, og fjárveiting til þess, einkum í seinni tíð,
er of naum. Barnaverndarráðið er ein þeirra örfáu stofn-
ana, sem ekki hefur belgzt út. Það er gott að vera spar-
samur og kröfuvægur, en þó aðeins að vissu marki, sem
sé því, að starf og hlutverk stofnunarinnar bíði ekki tjón
af. Þykir mér ekki hæfa að hafa hér fleiri orð um þetta,