Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 44

Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 44
38 MENNTAMÁL óþekktu atriði eru útmáð. Því marki er náð að læra staf- ina og hljóð þeirra. Ekki hafa allir náð því marki jafn snemma. En það kemur ekki að sök, vegna þess að þetta er persónubundin hjálp, og börnin héldu áfram að vinna saman að lestrarnáminu. Þessi aðferð, að kanna jafnóðum árangur kennslunnar, hefur reynzt kennurum mikil stoð í starfi. Það skapar aðhald um nákvæmt eftirlit með einstaklingum, getur komið í veg fyrir óþarfar endurtekningar og markað stefnu kennarans, þar eð hann getur vitað með vissu, hvar fræin liggja enn óspíruð á akrinum. Auk þess sem hjálp er veitt áður en sundur hefur dregið til saka. Á orðastiginu er einnig nauðsynlegt að fylgjast vel með ástandi einstakra barna í bekknum. Kennarinn mun þá gefa því gætur, að börnin eiga ýmsum erfiðleikum að mæta í lesmálinu. Þau eiga erfitt með að byrja orð. Þau hnjóta á umferðarhnútum inni í orðum. Og ónákvæmni gætir í endingum orða. Öll þessi atriði geta valdið sjúk- legu ástandi, sé ekki reynt að byrgja brunninn, áður en barnið dettur í hann. Við samkennararnir reynum að brynja barnið fyrir þessum hættum, með því að gera okkur grein fyrir örðugleikum lesmálsins og taka þá til sérstakrar meðferðar á orðastiginu, við orðkynninguna og vinnu með orðin. Og eins og taflmennirnir hafa sínar byrjanir og varnir, þannig höfum við byrjanir og varnir, sem við höfum sannreynt að koma barninu að gagni í baráttunni við umferðarhnúta lesmálsins. Hver dagur og hvert ár færir nýja reynslu. Og kennslu- starf á að vera manni ævilöng leit að betri aðferðum, betri árangri. Aðferðin verður að vera við því búin að leggja til hliðar það, sem miður reynist, en hafa opnar dyr fyrir öllu því, sem vonir standa til að orðið geti til bóta. Nú er það þannig, að þó að börnunum hafi verið fylgt að náminu svo samvizkusamlega, sem lýst var hér að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.