Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 58

Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 58
52 MENNTAMÁL mannahöfn og nágrenni. — Föstudaginn 29. ágúst sitja islenzku kenn- ararnir skilnaðarhóf í boði menntamálaráðuneytisins í Kaupmanna- höfn. — Laugardaginn 30. ágúst verður svo haldið heimleiðis. í undirbúningsnefndinni eiga sæti fulltrúar Norræna félagsins í Danmörku, fulltrúar kennarasamtakanna og fræðslumálastjórar Kaup- mannahafnarborgar. Formaður nefndarinnar er formaður skólamála- nefndar Norræna félagsins Alb. Michelsen, ráðuneytisstjóri mennta- málaráðuneytisins danska. Þess má geta, að meðal nefndarmanna eru Carl Th. Jensen, aðalritstjóri „Berlingske Tidende", og frú Bodil Begtrup, fyrrverandi ambassador Dana í Reykjavík. Tilkynning um þátttökuskilyrði og umsóknarfrest verður birt síðar í dagblöðum og útvarpi, þegar undirbúningsnefnd hefur verið skipuð af hálfu íslenzkra aðila. M. G. FRÁ UPPELDISMÁLAÞINGINU 1957. Uppeldismálaþingið 1957 var háð 12.—14. júní á Akureyri. Að þingi loknu var farið i skemmtiferð um Eyjafjörð og komið á helztu sögustaði. Kennarasamtökin buðu þinggestum til kaffidrykkju í nýju, glæsilegu félagslieimili, Freyvangi í Öngulstaðahreppi. Sá kvenfélag sveitarinnar um veitingar. Kristján H. Benediktsson, ritari Lands- sambands framhaldsskólakennara bauð gesti velkomna og bar fram þakkir stjórna kennarasamtakanna til Kennarafélags Eyjafjarðar fyrir ágætan undirbúning þingsins og alúðlegar móttökur. Um kvöldið hafði Kennarafélag Eyjafjarðar kvöldvöku fyrir þing- gesti. Var þar setið við góðar veitingar og hlýtt á ýmis ágæt skemmti- atriði. Jónas B. Jónsson fræðslustjóri flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi um skólamál Bandaríkjanna, Guðmundur Frímann skáld las frumsamin kvæði, Karlakór Akureyrar söng o. fl. Hannes J. Magnús- son skólastjóri stjórnaði liófinu, og Árni Þórðarson skólastjóri þakk- aði fyrir hönd gesta. Þessir menn fluttu erindi á þinginu: Jóhann Frímann skólastjóri, dr. Matthías Jónasson, Snorri Sigfússon og Stefán Jónsson námstjóri. Gerðar voru ýmsar samþykktir um aðalmál þingsins, en þau voru ný námsskrá fyrir barna- og gagnfrœðaskóla, framsögumenn: Aðal- steinn Eiríksson námstjóri og Pálmi Jósepsson skólastjóri, og ríkis- útgáfa námsbóka fyrir allt skyldustigið, framsögumaður: séra Jónas Gíslason. Enn fremur voru gerðar samþykktir í eftirfarandi málum: Kennaraskóli íslands. Þingið jtrekaði mjög ákveðið fyrri sam- þykktir samtakanna um að liraða sem mest byggingu nýs kennara- skóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.