Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 58
52
MENNTAMÁL
mannahöfn og nágrenni. — Föstudaginn 29. ágúst sitja islenzku kenn-
ararnir skilnaðarhóf í boði menntamálaráðuneytisins í Kaupmanna-
höfn. — Laugardaginn 30. ágúst verður svo haldið heimleiðis.
í undirbúningsnefndinni eiga sæti fulltrúar Norræna félagsins í
Danmörku, fulltrúar kennarasamtakanna og fræðslumálastjórar Kaup-
mannahafnarborgar. Formaður nefndarinnar er formaður skólamála-
nefndar Norræna félagsins Alb. Michelsen, ráðuneytisstjóri mennta-
málaráðuneytisins danska. Þess má geta, að meðal nefndarmanna eru
Carl Th. Jensen, aðalritstjóri „Berlingske Tidende", og frú Bodil
Begtrup, fyrrverandi ambassador Dana í Reykjavík.
Tilkynning um þátttökuskilyrði og umsóknarfrest verður birt síðar
í dagblöðum og útvarpi, þegar undirbúningsnefnd hefur verið skipuð
af hálfu íslenzkra aðila. M. G.
FRÁ UPPELDISMÁLAÞINGINU 1957.
Uppeldismálaþingið 1957 var háð 12.—14. júní á Akureyri. Að
þingi loknu var farið i skemmtiferð um Eyjafjörð og komið á helztu
sögustaði. Kennarasamtökin buðu þinggestum til kaffidrykkju í nýju,
glæsilegu félagslieimili, Freyvangi í Öngulstaðahreppi. Sá kvenfélag
sveitarinnar um veitingar. Kristján H. Benediktsson, ritari Lands-
sambands framhaldsskólakennara bauð gesti velkomna og bar fram
þakkir stjórna kennarasamtakanna til Kennarafélags Eyjafjarðar fyrir
ágætan undirbúning þingsins og alúðlegar móttökur.
Um kvöldið hafði Kennarafélag Eyjafjarðar kvöldvöku fyrir þing-
gesti. Var þar setið við góðar veitingar og hlýtt á ýmis ágæt skemmti-
atriði. Jónas B. Jónsson fræðslustjóri flutti fróðlegt og skemmtilegt
erindi um skólamál Bandaríkjanna, Guðmundur Frímann skáld las
frumsamin kvæði, Karlakór Akureyrar söng o. fl. Hannes J. Magnús-
son skólastjóri stjórnaði liófinu, og Árni Þórðarson skólastjóri þakk-
aði fyrir hönd gesta.
Þessir menn fluttu erindi á þinginu: Jóhann Frímann skólastjóri,
dr. Matthías Jónasson, Snorri Sigfússon og Stefán Jónsson námstjóri.
Gerðar voru ýmsar samþykktir um aðalmál þingsins, en þau voru
ný námsskrá fyrir barna- og gagnfrœðaskóla, framsögumenn: Aðal-
steinn Eiríksson námstjóri og Pálmi Jósepsson skólastjóri, og ríkis-
útgáfa námsbóka fyrir allt skyldustigið, framsögumaður: séra Jónas
Gíslason.
Enn fremur voru gerðar samþykktir í eftirfarandi málum:
Kennaraskóli íslands. Þingið jtrekaði mjög ákveðið fyrri sam-
þykktir samtakanna um að liraða sem mest byggingu nýs kennara-
skóla.