Menntamál - 01.04.1958, Page 19
MENNTAMÁL
13
HÁKON BJARNASON:
UngviSi, kennarar, skógrækt
Ritstjóri Menntamála hefur beðið mig um stutta grein
í tímarit sitt. Mér finnst þá liggja næst að ræða þann
þátt skógræktarmálanna, sem kennarar geta styrkt með
starfi sínu.
Á undanförnum árum hefur oft verið ritað og rætt um
að nota skólabörn til þess að gróðursetja tré, og einstöku
menn hafa verið með mikla loftkastala og skýjaborgir í
þessu sambandi. Þá hafa og börn úr efstu bekkjum barna-
skólanna og unglingaskólum verðið látin gróðursetja tré
á ýmsum stöðum, og þótt árangurinn hafi verið misjafn,
má margt af því læra.
Þessi hugmynd, að nota börn til skógplöntunar, hefur
borizt hingað frá Noregi, þar sem börn hafa víða verið
látin taka þátt í skóggræðslunni. Norðmenn hafa því mikla
reynslu í þessu, og er skemmst frá því að segja, að nú
dettur engum manni í hug að nota vinnuafl barnanna sem
ódýran vinnukraft. Þar sem slík skógplöntun er enn stund-
uð, og er það víða, er það einungis gert til þess að kenna
börnum og unglingum handtökin við gróðursetningu sam-
tímis því, sem hollt er talið, að þau kynnist hinni lifandi
náttúru.
Á árunum 1937 'til 1939 var nokkuð gert að því í
Reykjavík og Hafnarfirði, og jafnvel víðar, að láta börn
annast gróðursetningu trjáplantna. í Reykjavík hafði
Skógræktarfélag íslands forgöngu um þetta í nágrenni
bæjarins og á Þingvelli. í Hafnarfirði hafði Ingvar Gunn-
arsson kennari tekið þetta upp nokkru áður, og naut hann
til þessa nokkurs stuðnings samkennara sinna. Hafnfirzku