Menntamál - 01.04.1958, Page 11

Menntamál - 01.04.1958, Page 11
MENNTAMÁL 5 irnar, og ekki komu ný lög um barnafræðslu. Margir þing- menn voru hér að verki, en einna mest bar á þeim feðg- unum séra Þórarni Böðvarssyni og Jóni skólastjóra, syni hans — síðar fræðslumálastjóra —, svo og Páli Briem amtmanni, Stefáni Stefánssyni o. fl. Á Alþingi 1901 urðu þáttaskipti í málum barnafræðsl- unnar. Þá var til umræðu frumvarp um skilyrði fyrir styrkveitingum til barnaskóla o. fl. Það var fellt. Allt virtist hér komið í sjálfheldu. Telja má líklegt, að vegna þessa hafi þingið tekið svo vel, sem raun varð á, erindi Guðmundar Finnbogasonar mag. art. um styrk í 2 ár til þess að kynna sér uppeldis- og menntamál erlendis. Þingið veitti Guðmundi Finnbogasyni kr. 2000 hvort árið — 1901 og 1902 — og skyldi hann, eins fljótt og hann gæti, koma fram með tillögur um það fyrirkomulag á uppeldis- og menntamálunum, sem hann teldi heppilegast. Um þessa tillögu segir í áliti fjárhagsnefndar n. d.: „Nefndin kannast við, að hér sé um þýðingarmikið mál að ræða og að varla sé von til, að unnt sé að koma mennta- málum vorum í viðunandi horf, nema einhver sé styrktur til þess að koma fram með heppilegar tillögur um nýja og betri tilhögun á fyrirkomulagi þeirra en hingað til.“ Guðmundur Finnbogason dvaldi sem næst lVs ár á Norðurlöndum og kynnti sér skólamál þeirra og fleiri þjóða. Árangur af þessari för Guðmundar Finnbogasonar birtist m. a. í bókinni „Lýðmenntun", sem hann gaf út vorið 1903. Þar skýrir hann grundvallaratriði mennta- málsins og gerði grein fyrir aðaldráttum þess skipulags á barnafræðslu og kennaramenntun, er hann taldi henta hér á landi. Alþingi sýndi fylgi sitt við ályktanir og tillögur Guðmundar Finnbogasonar árið 1903 með því að veita honum fjárstyrk áfram til þess að kynna sér alþýðufræðslu og menntunarástand hér á landi og gefa síðan skýrslu um það. Að öðru leyti frestaði þingið aðgerðum í skóla- málunum. Guðmundur Finnbogason ferðaðist um mestan hluta

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.