Menntamál - 01.04.1958, Qupperneq 11

Menntamál - 01.04.1958, Qupperneq 11
MENNTAMÁL 5 irnar, og ekki komu ný lög um barnafræðslu. Margir þing- menn voru hér að verki, en einna mest bar á þeim feðg- unum séra Þórarni Böðvarssyni og Jóni skólastjóra, syni hans — síðar fræðslumálastjóra —, svo og Páli Briem amtmanni, Stefáni Stefánssyni o. fl. Á Alþingi 1901 urðu þáttaskipti í málum barnafræðsl- unnar. Þá var til umræðu frumvarp um skilyrði fyrir styrkveitingum til barnaskóla o. fl. Það var fellt. Allt virtist hér komið í sjálfheldu. Telja má líklegt, að vegna þessa hafi þingið tekið svo vel, sem raun varð á, erindi Guðmundar Finnbogasonar mag. art. um styrk í 2 ár til þess að kynna sér uppeldis- og menntamál erlendis. Þingið veitti Guðmundi Finnbogasyni kr. 2000 hvort árið — 1901 og 1902 — og skyldi hann, eins fljótt og hann gæti, koma fram með tillögur um það fyrirkomulag á uppeldis- og menntamálunum, sem hann teldi heppilegast. Um þessa tillögu segir í áliti fjárhagsnefndar n. d.: „Nefndin kannast við, að hér sé um þýðingarmikið mál að ræða og að varla sé von til, að unnt sé að koma mennta- málum vorum í viðunandi horf, nema einhver sé styrktur til þess að koma fram með heppilegar tillögur um nýja og betri tilhögun á fyrirkomulagi þeirra en hingað til.“ Guðmundur Finnbogason dvaldi sem næst lVs ár á Norðurlöndum og kynnti sér skólamál þeirra og fleiri þjóða. Árangur af þessari för Guðmundar Finnbogasonar birtist m. a. í bókinni „Lýðmenntun", sem hann gaf út vorið 1903. Þar skýrir hann grundvallaratriði mennta- málsins og gerði grein fyrir aðaldráttum þess skipulags á barnafræðslu og kennaramenntun, er hann taldi henta hér á landi. Alþingi sýndi fylgi sitt við ályktanir og tillögur Guðmundar Finnbogasonar árið 1903 með því að veita honum fjárstyrk áfram til þess að kynna sér alþýðufræðslu og menntunarástand hér á landi og gefa síðan skýrslu um það. Að öðru leyti frestaði þingið aðgerðum í skóla- málunum. Guðmundur Finnbogason ferðaðist um mestan hluta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.