Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 56

Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 56
50 MENNTAMÁL kennara. Skorturinn endurspeglast í sjálfri kennslunni, allt frá kennslu í háskólum til smábarnkennslunnar. Af gefnu tilefni leggur nefndin áherzlu á, að menn, sem hafa sérmenntun, vinni og fái að vinna einmitt þar, sem þeirra þekking er, en gutli ekki í einhverju öðru. Rannsakað var í mörgum löndum, hve margir hefðu háskólapróf í sérgrein. Svo var athugað, hve margir væru starfandi, þar sem þeir ættu að vera samkvæmt sinni menntun. Niðurstaðan varð sú, að mikið vantar á, að allir þeir, sem prófin hafa, komi að raunhæfum notum. Vert er að hugleiða, hve geysileg sóun verður á starfs- kröftum, þegar sérmenntaðir menn geta ekki unnið á sínu rétta sviði. Nefndin undirstrikar, að hugsa beri um gæði, en ekki eingöngu um magn. Með þessu er átt við, að ekki sé nóg að fá marga menn, þeir verði líka að vera vel menntaðir og hæfir. Þess vegna þarf að vinna að því, að ungum mönnum, sem skara fram úr, standi dyr háskóla og annarra mennta- stofnana opnar, án tillits til þess, hver sé staða þeirra í þjóðfélaginu og efnahagur. Langt nám kostar peninga. Of mörg dæmi eru þess, að efnilegir ungir menn urðu að hætta námi eða gátu aldrei hafið það, vegna fjárskorts. Nauðsynlegt má telja, að þessi fyrirgreiðsla og aðstoð verði aukin, jafnframt því, að námsefnið verði gert sveigj- anlegra. Laga þarf hinar hefðbundnu kennsluaðferðir og fræðslukerfið eftir nýjum þörfum og viðhorfum. Æskilegt er, að nánari samvinna verði milli leiðtoga iðnaðarmála og fræðslumála Þörf er víðast betri og fyllri leiðbeininga um stöðuval. Tilmælum er beint sérstaklega til ríkisstjórna, háskóla, fræðsluyfirvalda og einnig iðnfyrirtækja og annarra þeirra, sem þarfnast sérmenntaðs starfsliðs, að hefjast handa svo fljótt sem auðið er og gera það, sem nauðsyn- legt og viðunandi er, til að bætt verði úr vandamálum þeim, sem drepið hefur verið á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.