Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL 7 hefði skólafróðan mann sér til aðstoðár og eftirlits með fræðslumálum o. fl. Frumvarpið var síðan borið undir nokkra menn, er fengizt höfðu við alþýðufræðslu. Þeir töldu það yfirleitt vel fallið til að byggja á því fyrirkomulag á fræðslu barna og það hefði í sér fólgna allmikla réttarbót. Stjórnarráðið féllst á frumvarpið í öllum meginatriðum og lagði það fyrir Alþingi 1905 svo til óbreytt. VI. Frumvarpið var lagt fram í efri deild. Björn M. Ólsen, síðar prófessor, var formaður og frummælandi nefndar þeirrar, er fékk frumvarpið til athugunar. Nefndin féllst á öll aðalatriði frumvarpsins nema það, sem einna mestu máli skipti, en það var skólaskyldan. Vildi nefndin afnema þau ákvæði frumvarpsins, en setja í staðinn ákvæði um fræðslusamþykktir, er væru bind- andi sem lög fyrir þá, sem hlut ættu að máli, enda skyldu þær staðfestar af Stjórnarráðinu. Framsögumaður taldi aðalástæðu nefndarinnar fyrir þessari afstöðu vera þá, að heimiliskennsla væri helzti grundvöllur alþýðumenntunar, hún væri arfur frá forfeðr- unum, frá einni kynslóð til annarrar, hún hefði haldið við og skapað hinar fornu bókmenntir okkar og forðað þjóð- inni frá því að sökkva eins djúpt niður í myrkur van- þekkingarinnar og flestar ef ekki allar aðrar þjóðir á Norðurlöndum gerðu á miðöldum. Hins vegar sagðist Björn M. Ólsen því miður vera hræddur um, að töluvert væri hæft í því, að heimafræðslunni hefði hnignað á síðari árum vegna fólksfæðar á heimilum. í lok ræðu sinnar þakkaði framsögumaður Guðmundi Finnbogasyni fyrir skýrslur og fleira, er hann hafði lagt til þessara mála. Ráðherrann, Hannes Hafstein, taldi skólaskyldu nú orð- ið óhjákvæmilega, m. a. til þess að tryggja sem bezt jafn- rétti barnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.