Menntamál - 01.04.1958, Page 27

Menntamál - 01.04.1958, Page 27
menntamál 21 Samkvæmt skilningi og þörfum nútímamannsins mætti orða þetta svo: Það er tilgangslítið að gefa út heil fjöll af blöðum og bókum, ef allur almenningur getur ekki notið þeirra eftir vild. Þess vegna þurfa menn að læra að lesa. Og fyrir því hefur það orðið mælikvarði á menningarástand þjóða, hve mikill hluti þegnanna teljast læsir og skrifandi. Og þessi misseri er það eitt aðalvandamál Menningarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna, hvernig eigi að gera læsan þann tæpa helming mannkynnsis, sem taiinn er ólæs. Um langan aldur hefur okkur íslendingum verið þetta ljóst, svo sem sjá má á spakmælinu: „Blindur er bóklaus maður.“ Enda eru bókmenntir okk- ar og tunga þær stoðir, sem skapa okkur tilverurétt meðal þjóða og staðið geta undir skilningi annarra þjóða á því, að við fáum að lifa sem sjálfstæð þjóð. Það þarf enginn að halda, að það sé, né hafi verið, eins og að veifa hendi að gera allan almenning læsan. Á öllum tímum hafa menn, bæði í heimahúsum og í skólum, reynt að hugsa og hagnýta öll sköpuð ráð til hjálpar og léttis við lestrarkennsluna. Á bak við þá viðleitni er mikil og lærdómsrík saga, sem ekki verður hægt að segja hér. En ég get ekki stillt mig um að minna á tvennt: Sagt er, að Heródes hafi keypt þræla handa syni sín- um og gefið þeim nöfn bókstafanna. Þannig hafði strák- ur stafina spásserandi í kring um sig. Aftur á móti fór Basedow öðruvísi að. Hann kom fram á sjónarsviðið sem skólafrömuður fyrir tæpum tveim öld- um. Basedow var heimiliskennari um tíma og segir, að sér hafi fyrst farið að ganga sæmilega að kenna börnunum stafina, eftir að hann lét baka þá úr piparkökudeigi, og lofaði börnunum að éta stafina, jafnskjótt og þau höfðu lært þá. Voru það eins konar verðlaun, og mjög eftirsótt.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.