Menntamál - 01.04.1958, Side 56

Menntamál - 01.04.1958, Side 56
50 MENNTAMÁL kennara. Skorturinn endurspeglast í sjálfri kennslunni, allt frá kennslu í háskólum til smábarnkennslunnar. Af gefnu tilefni leggur nefndin áherzlu á, að menn, sem hafa sérmenntun, vinni og fái að vinna einmitt þar, sem þeirra þekking er, en gutli ekki í einhverju öðru. Rannsakað var í mörgum löndum, hve margir hefðu háskólapróf í sérgrein. Svo var athugað, hve margir væru starfandi, þar sem þeir ættu að vera samkvæmt sinni menntun. Niðurstaðan varð sú, að mikið vantar á, að allir þeir, sem prófin hafa, komi að raunhæfum notum. Vert er að hugleiða, hve geysileg sóun verður á starfs- kröftum, þegar sérmenntaðir menn geta ekki unnið á sínu rétta sviði. Nefndin undirstrikar, að hugsa beri um gæði, en ekki eingöngu um magn. Með þessu er átt við, að ekki sé nóg að fá marga menn, þeir verði líka að vera vel menntaðir og hæfir. Þess vegna þarf að vinna að því, að ungum mönnum, sem skara fram úr, standi dyr háskóla og annarra mennta- stofnana opnar, án tillits til þess, hver sé staða þeirra í þjóðfélaginu og efnahagur. Langt nám kostar peninga. Of mörg dæmi eru þess, að efnilegir ungir menn urðu að hætta námi eða gátu aldrei hafið það, vegna fjárskorts. Nauðsynlegt má telja, að þessi fyrirgreiðsla og aðstoð verði aukin, jafnframt því, að námsefnið verði gert sveigj- anlegra. Laga þarf hinar hefðbundnu kennsluaðferðir og fræðslukerfið eftir nýjum þörfum og viðhorfum. Æskilegt er, að nánari samvinna verði milli leiðtoga iðnaðarmála og fræðslumála Þörf er víðast betri og fyllri leiðbeininga um stöðuval. Tilmælum er beint sérstaklega til ríkisstjórna, háskóla, fræðsluyfirvalda og einnig iðnfyrirtækja og annarra þeirra, sem þarfnast sérmenntaðs starfsliðs, að hefjast handa svo fljótt sem auðið er og gera það, sem nauðsyn- legt og viðunandi er, til að bætt verði úr vandamálum þeim, sem drepið hefur verið á.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.