Menntamál - 01.04.1958, Side 33

Menntamál - 01.04.1958, Side 33
MENNTAMÁL 27 Og þó að þetta eigi að heita leikur, er alvara jafnan baki, að eðli góðra gamanleikja, og ákveðinn tilgang- Ur- Kennarinn styðst við spjaldskrá barnanna og sér, að Sum þeirra kunna ekki skil á lögun hluta, þekkja ekki aba litina, eru óviss í að telja, tala ógreinilega, o. s. frv. Við námsleikinn gefast góðum kennara ótal tækifæri til að kenna, rækta og æfa þetta og margt, margt fleira, sem telja verður óhjákvæmilega undirstöðu, þegar lengra kemur á námsbrautinni. Ekki er komið neitt að lestrarkennslu fyrstu þrjár til fjórar vikurnar. En á margan hátt er hægt að undirbúa þetta. Reynt er að vekja áhuga fyrir því að lesa. Kenn- arinn segir stutta, skemmtilega sögu og finnur, að börnin eru gagntekin. Þá er tækifæri til að vekja áhuga fyrir lestri með því að segja sem svo: „Væri nú ekki gaman að geta lesið svona sögu sjálfur?" Þegar kennarinn er að sýna börnunum stórar myndir á spjöldum, gefst þeim tækifæri til að lýsa myndunum. Hægt er að koma mynda- athugunum þannig fyrir, að þær verði á vissan hátt undir- búningur undir lestrarnám. Gengið er frá atriði til atriðis og sagt skýrt og skipulega frá. Börnin teikna margar myndir í röðum, lárétt og nefna þær svo með því að byrja fremst og halda aftur eftir myndaröðinni og það- an yfir í næstu röð. Þetta er hin bezta æfing í að færa sig rétt eftir línum letursins og fara línu af línu. Slíka æfingu er einnig hægt að gera á leirmunum, sem barnið hefur gert, og öðrum föndurhlutum. Gott er að hafa kom- ið að slíkum tækniatriðum, áður en barnið fer að glíma við lesmál í bók. Þá verður léttara að samstilla hópinn og einbeita sér að því, sem lesa á, fylgjast með og taka við af öðrum. Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að léttar myndabækur fyrir smábörn veiti þeim á vissan hátt ákjósanlegan undirbúning undir lestrarnámið. Er það vert athugunar fyrir foreldra, þó að sú þúfa sé þar í vegi, að við íslendingar erum illa á vegi staddir um góð- ar myndabækur fyrir smábörn.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.