Menntamál - 01.04.1958, Side 46

Menntamál - 01.04.1958, Side 46
40 MENNTAMÁL ar, að börnunum sé hjálpað, svo að hjálpin verði í sam- ræmi við starfsaðferðir skólans. En í 7 og 8 ára bekkjunum er þessu hagað nokkuð á annan veg. Þau börn fá, auk heimalesturs, að lesa mikið í bókaflokkum skólans. En auk þess mega þau hafa kjör- verkefni úr sínum eigin bókakosti heima. Þetta gerist með þeim hætti, að kennarinn leiðbeinir um val bókanna. Þær mega ekki vera barninu ofviða að orðfæri og efni. Reynslan sýnir, að þungt lesmál getur hrakið barnið af góðum grundvelli. Augnhreyfingar geta brenglazt, tal- færi fipast, öndun truflast, o. s. frv. En þetta eru fyrir- bæri, sem verða að vera í fullkomnu lagi sem grundvöllur fyrir góðum lestri. Jafnskjótt og barn hefur lesið einhverja kjörbók sína, fullvissar kennari sig um, að bókin hafi verið lesin, og færir nafn hennar, höfund og blaðsíðutal inn í sérstaka bók (opnu viðkomandi barns þar). Verður þetta mjög eftirsótt og kemur af stað keppni, aðallega þó við sjálfan sig. Get ég meira í dag en í gær? Er allfróðlegt að athuga slíkar bækur eftir veturinn. Kemur þá í ljós, að jafnvel sjö ára börn lesa bækur svo tugum skiptir. Allar þessar bækur eru að sjálfsögðu léttar, sumar að- eins örfáar blaðsíður. Er þetta mjög misjafnt eftir ein- staklingum. Sumir lesa ekkert auk þess, sem sett er fyrir heima, og eiga ekki að gera það. Hjá 8 ára börnunum er þetta svipað, nema að því leyti, að þar lesa börnin meira og þyngra efni. Við þetta vaknar löngun til samstarfs. Þannig lána börnin hvert öðru bækur. Reynt hefur verið að lofa börnunum að geyma eitthvað af bókum sínum um stundarsakir í skólanum, og mynda þannig í samein- ingu eins konar félagsbókasafn. Og þegar húsrúm skól- ans jókst, var komið fyrir skápum í öllum skólastofum í þessum tilgangi. Ég hygg mig hafa rétt að mæla, er ég segi, að við samkennararnir teljum þetta fyrirkomulag hafa gefið góða raun við lestrarnámið, einkum vegna duglegu barnanna.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.