Menntamál - 01.04.1958, Qupperneq 15
MENNTAMÁL
9
komið yrði við a. m. k. 6 mánaða föstum skóla, skyldi vera
skólaskylda, annars staðar fræðsluskylda. Þá kom og fram
— og var samþykkt — tillaga um, að kaupstaðaskólar
skyldu geta orðið styrks aðnjótandi úr landssjóði, en þeim
hafði ekki verið ætlaður styrkur í fjárlögum.
Nú var úr vöndu að ráða. Svo virtist sem meiningar-
munur væri lítill orðinn milli þingdeilda um öll megin-
atriði frumvarpsins, en hvor deildin um sig hélt fast við,
að frumvarpið yrði lögfest, eins og hún hefði gengið frá
því. Einstöku þingmenn vildu enn fresta afgreiðslu máls-
ins, en flestir töldu nauðsynlegt að ganga frá því á þessu
þingi, enda vart ástæða til þess að ætla, að betur yrði
hægt að undirbúa málið en gert hafði verið.
Það varð svo að ráði, að þær nefndir beggja þingdeilda,
sem aðallega höfðu fjallað um frumvarpið, skyldu vinna
saman að lausn málsins. Það tókst, og var frumvarpið
síðan samþykkt með þeirri aðalbreytingu varðandi skóla-
skyldu, að í fræðsluhéruðum (þ. e. í sveitum) skyldu
fræðslusamþykktir samdar og samþykktar eigi síðar en
svo, að þær gætu legið fyrir yfirstjórn fræðslumála til
staðfestingar 1. janúar 1910.
Frumvarpið var síðan samþykkt sem lög frá Alþingi.
Helztu ákvæði fræðslulaganna frá 1907 voru þessi:
1. Um fræðsluskyldu:
Fræðslu barna til fullnaðs 10 ára aldurs áttu heimilin
að annast sjálf og kosta. Hvert barn 10 ára að aldri skyldi
vera orðið nokkurn veginn læst og skrifandi, ef það var
til þess hæft. Ef heimili eða aðstandendur barna fullnægðu
ekki þessum skilyrðum, hafði skólanefnd heimild til að
taka börnin og koma þeim fyrir annars staðar til náms
á kostnað aðstandenda. Kostnaðinn mátti taka lögtaki.
Kröfur til fullnaðarprófs voru þessar:
Hvert barn, fullra 14 ára, átti að hafa lært:
„1. að lesa móðurmálið skýrt og áheyrilega og geta
sagt munnlega frá því, sem það les; það skal og geta