Menntamál - 01.04.1958, Síða 17

Menntamál - 01.04.1958, Síða 17
MENNTAMÁL 11 ábyrgzt væri, að hlutaðeigandi barn fengi jafngilda fræðslu, eins og skólinn lét í té. — Vanræksla foreldra um að láta börn sækja skóla varðaði 1—25 króna sekt. í fræðsluhéruðum var gert ráð fyrir farkennslu eða eftirliti með heimilisfræðslu. 3. Urn 'próf. Vorpróf skyldi haldið árlega, inntökupróf fyrir 10 ára börn og fullnaðarpróf fyrir 14 ára börn. Prófdómandi skipaður af yfirstjórn fræðslumálanna. — Ef barn fullra 14 ára gæti ekki staðizt fullnaðarpróf, var það skyldugt að koma árlega til prófs, þangað til það stæðist prófið eða væri orðið fullra 16 ára. — Hér voru þó undanþegin vangæf og vanheil börn. Þá voru sett ákvæði um styrkveitingar úr landssjóði til barnafræðslunnar, um skólanefndir og fræðslunefndir og loks um yfirstjórn fræðslumálanna og umsjón. VII. Hér hef ég greint lítillega frá aðdraganda, undirbún- ingi og setningu fyrstu laganna um fræðslu barna hér á landi. Gjarnan hefði ég viljað geta skýrt nánar frá um- ræðum og sjónarmiðum málflytjenda á Alþingi um fræðslulagafrumvörpin, sem fram komu á árunum 1879 —1905, en til þess er enginn tími hér að þessu sinni. Þessar umræður undirstrika vel þá tryggð, traust og þakkir, sem margir þingmenn vildu sýna þjóðlegri menningu með því m. a. að breyta sem minnst í högum og háttum frá því, sem verið hafði um langan aldur í uppeldis- og fræðslu- málum þjóðarinnar. Þetta er e. t. v. virðingarvert sjónar- mið, en hitt er þó enn athyglisverðara, þegar menn taka það mikið tillit til breyttra aðstæðna — og gildir það í hverju máli —, að þeir láta ekki óskhyggju sína hamla sér um of frá því að fallast á lausn mála á öðrum raun- hæfum grundvelli en þeir hefðu sjálfir kosið.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.