Menntamál - 01.04.1958, Side 24
18
MENNTAMÁL
cg nokkrir þeirra eru meðal forvígismanna skógræktar á
ýmsum stöðum í landinu.
Ef áfram verður haldið með skógrækt á svipaðan hátt
og undanfarin ár, þá verður hér til mikið af plöntum á
hverju vori, svo mikið, að aðalvandamálið verður að
koma þeim niður á heppilegum stöðum. Þetta starf yrði
miklu auðveldara í framtíðinni, ef áhuga unglinganna væri
beint að þessum störfum meðan þeir eru á þroskaskeiði,
því að enn er hið fornkveðna í gildi: hvað ungur nemur,
gamall temur.
Námskeiðum kennaraefna í plöntun trjáa verður vænt-
anlega haldið áfram um mörg ár, og skógræktarfélögin
víðs vegar um landið munu efalaust óska hins bezta sam-
starfs við kennarana. En það skal vel vanda, sem lengi
á að standa, og við alla trjárækt gildir fyrst og fremst
vandvirkni og þolinmæði, og þetta ættu menn að festa sér
í minni, því að með því að rjúka upp til handa og fóta
í eitt eða tvö ár og hætta síðan, er oft ver á stað farið
en heima setið.