Menntamál - 01.04.1958, Side 25

Menntamál - 01.04.1958, Side 25
MENNTAMÁL 19 ÍSAK JÓNSSON: Um lestrarkennslu. (Erindi flutt á fundi fyrir foreldra og kennara, eftir beiðni stjórnar Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík, 17. marz 1957. — Einnig flutt í útvarpið 20. okt. 1957.) ísak Jónsson skólastjóri. Uppgötvun letursins verður að teljast eitthvert undursamlegasta afrek mannsandans. Með til- komu letursins sköpuðust möguleikar til að skrá hugsanir, flytja þær milli fjarlægra staða og geyma þær í tímans straumi. Bókmenntir verða til. Mannleg hugsun er móðir þeirra, en letrið lykillinn að þeim. Talið er, að um 6000 ár séu liðin síðan mönnunum lærðist að gera sér letur. Lengi framan af var letr- ið myndrænt. Það voru myndir yfir orð og hugmyndir, t. d. hjá ýmsum Asíu- þjóðum og Egyptum, eða hrmtar með skipulegri niður- röðun hjá Inkunum í Perú o. s. frv. En myndletrið reyndist þungt í vöfum, og þróunin beindist í þá átt, að tákn fyrir orð verða tákn fyrir at- kvæði í málinu, og atkvæðatáknin breytast svo í hljóð- tákn, stafi fyrir hljóð málsins.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.