Menntamál - 01.04.1958, Side 26
20
MENNTAMÁL
Um 3500 ár eru talin, síðan vísir að hljóðtáknum varð
til, að vísu fyrst aðeins fyrir samhljóða. En þessi 35
alda gamla tilraun er sá mjói vísir, er það letur er byggt
á, sem flestar menningarþjóðir nota nú, nema t. d. Kín-
verjar, sem enn nota myndletur. Og er það haft fyrir satt,
að leturmyndir kínverska letursins séu orðnar um eða
yfir 40 þúsund og fari fjölgandi. Það er líka í frásögur
fært, að hinir lærðustu menn í Kínaveldi komist varla
yfir að læra meira en svo sem fjórða partinn af þessum
leturmyndum, en allur almenningur, þeir, sem lesa kunna,
varla meira en tæplega tuttugasta part leturmyndanna.
Talar þessi saga sínu máli um leturgerð þessa, enda eru
Kínverjar nú að breyta um letur.
Augljóst er, að það var stórmerkur áfangi í þróunar-
sögu leturgerðarinnar, er menn uppgötvuðu, að hægt var
að gera tákn fyrir hvert hljóð málsins.
Um þetta atriði eru til merk ummæli séra Gunnars
Pálssonar, prófasts að Hjarðarholti í Breiðafjarðardöl-
um. Hann samdi stafrófskver, er hét „Lítið, ungt stöf-
unarbarn“ og út kom í Hrappsey árið 1782.
Séra Gunnar Pálsson segir í formála fyrir þessu stöf-
unarbarni sínu:
„Bókstafirner eru ekke rett marger .... atkvæðen eru
miklu fleire og margvíslegre, enn þó fá að reikna hjá
tungunnar Orðum, og ganga þesser tvenner Höfuð-lyklar
ad þeim öllum.“
Þetta segir þessi merki kennimaður fyrir 175 árum, og
virðist skilningur hans á þessu máli sýna, að hann hafi
verið langt á undan sínum tíma.
Letrið var stórkostlega áhrifarík uppgötvun. En sá
böggull fylgdi því skammrifi, að menn urðu að geta ráðið
það.
„Skal at maður rúnar rísta, nema ráða vel kunni,“
sagði Egill Skallagrímsson forðum.