Menntamál - 01.04.1958, Síða 28

Menntamál - 01.04.1958, Síða 28
22 MENNTAMÁL Þessi viðleitni manna til að létta lestrarnámið hafnaði svo, er tímar liðu, í svokölluðum lestraraðferðum. En allar lestraraðferðir, sem í notkun eru og hafa ver- ið, greinast í tvær meginkvíslar: / fyrsta lagi: Samtengjandi aðferðir (syntetiskar), þ. e. starfsháttur, sem setur smáatriði, stafi og hljóð, saman í heildir, atkvæði, orð og setningar. Til þessarar kvíslar heyra stöfunar- og hljóðaaðferðin, og ýmis afbrigði þeirra. 7 öðru lagi: Sundurgreinandi aðferðir (analytiskar), þ. e. starfsháttur, sem byrjar á heilum orðum eða jafnvel setningum, og greinir þær svo síðar, oft eftir marga mán- uði, í atkvæði, stafi og hljóð. Til þessarar kvíslar heyra orðaaðferðin, líka kölluð orð- myndaaðferðin, og setningaaðferðin, og ýmis afbrigði þeirra. Til er og það fyrirbæri, að lestraraðferðunum er bland- að saman. Lestraraðferðum þessum verður ekki lýst nánar hér, því að það efni er, út af fyrir sig, nægilegt í mörg erindi. Allar lestraraðferðir hafa sína kosti og einnig ýmsa galla, og vinnst ekki heldur tími til að fara nánar út í þá sálma í þetta sinn. En öllum er lestraraðferðum þess- um það sameiginlegt, að þær vilja veita hjálp við lestrar- námið. En við val lestraraðferðar verður að taka tillit til margra hluta. 0g það er ekki víst, að nein ein afmörkuð lestraraðferð fullnægi þeim skilyrðum, sem fyrir hendi þurfa að vera, til þess að ákjósanlegur árangur náist við lestrarkennslu og lestrarnám. Nokkrar spurningar gætu brugðið ljósi yfir vanda- málið: Léttir aðferðin barninu lestrarnámið ? Veitir hún sjálfs- bjargarmöguleika og nauðsynlegt öryggi? Er aðferðin gædd nægilegum sveigjanleik fyrir mismunandi getu og ólíkar gáfur barnanna? Veitir aðferðin börnunum tæki-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.