Menntamál - 01.04.1958, Qupperneq 34
28
MENNTAMÁL
Margt fleira er æft og iðkað frjálsu vikurnar til undir-
búnings lestrarnámi. Reynt er að samstilla hópinn, því
hvað má höndin ein og ein. Lítið samfélag er í sköpun.
Börnin læra að semja sig að hópnum, taka upp venjur,
sem lærast þurfa, þegar persónulegt einræði dugir ekki
lengur, og kröfur náungans byrja.
Reynsla er fengin fyrir því, að frjálsu vikurnar þrjár
eru hinn bezti undirbúningur undir skólastarfið næstu
mánuðina. Þar er ekki unnið fyrir gýg. Framangreint
skólastarf mætti kalla undirbúningsstig námsins.
Það er eins konar millistig leikskóla og lestrarskóla.
Á síðari hluta þessa stigs fara börnin að spyrja að því,
hvort þau eigi nú ekki að fara að lesa. Útréttri hönd er
fagnað af kennaranum. Og nú hefjast lestrarnámsins
léttu spor, ef það er talið tímabært.
En áður en farið er að lýsa degi og vegi lestrarkennsl-
unnar, langar mig til að bregða mér um 700 ár aftur í
tímann, um það bil í lok þjóðveldisins. Þá komu út tvær
stórmerkar ritgerðir, Staffræði, eftir óþekktan höfund,
og Málskrúðsfræði, eftir Ólaf lögmann Þórðarson, hvíta-
skáld.
f Staffræðinni stendur á einum stað:
„Að raddstöfunum (þ. e. sérhljóðunum), einum og sér-
hverjum, má kveða sem hann heitir. . . .“
Og einnig má lesa þar:
„í nafni samhljóða, hvers sem eins, er nokkur radd-
stafur. . . Skal þat atkvæði (þ. e. hljóðgildi) hvers þeirra
í hverju máli, sem þá lifir nafnsins eftir, er ór er tekinn
raddstafurinn ór nafninu... Þann staf, er flestir kalla
þorn, þann kalla ég heldur þe, at þá er þat atkvæði hans
(þ. e. hljóð), í hverju máli, sem eftir lifir nafnsins, er
ór er tekinn raddstafurinn ór nafni hans.“
Þarna segir hinn óþekkti snillingur fyrir 700 árum
það, sem við nú vitum, að nafn og hljóð sérhljóðanna
fara saman, en þannig er það ekki hjá samhljóðunum.
Hljóð þeirra kemur fram, „ef ór er tekinn raddstafur-