Menntamál - 01.04.1958, Síða 38

Menntamál - 01.04.1958, Síða 38
32 MENNTAMÁL Hér er og annað, sem gefa verður gaum að. Sérfræð- ingar tala í þessu sambandi um innri heyrn. Orðið er hvergi nærri gott. En einn málsnillingur okkar hefur vísað hér veginn. Ég á við Sigurð Guðmundsson skóla- meistara. Hann segir á einum stað í bók sinni, „Á sal“: „Ég heyri enn hugareyrum. ...“ Þarna kemur það. Við heyrum hugareyrum, það fer fram hugarheyrn. Og þetta verður sá að vita, sem leið- beinir byrjendum í lestri. Þetta var nauðsynlegur útúrdúr. En víkjum nú aftur að kennslunni. Þegar stafur hljóðsins stendur á töflunni og börnin eru búin að skilja það, að þau eiga að svara stafnum með hljóði hans, hvort sem þau lesa hátt eða með sjálfum sér í hljóði, því að þá fer fram hugarheyrn. Innlagning hljóðs og tákns var hópkennsla, þ. e. öllum bekknum beitt til námsins. En nú er hægt að lcoma af stað vinnu með táknið. Hægt að móta það í leir, leggja með pinnum, klippa það úr pappa, prenta það með lit- um eða blýanti, búa það til úr perlum, votu bandi o. s. frv. En hvaða efniviður, sem valinn er, er námið nú orðið starf, persónulegt starf. Og þá hefur kennarinn einnig breytt um hlutverk. Hann verður nú verkstjóri. Börnin nema nú um allar skynleiðir. Þau horfa, þau handfjatla og snerta, og þau heyra, jafnvel þó að allt sé hljótt, já, þau heyra hugareyrum. Markmiðið með þessu námsstarfi er ekki aðeins að búa til stafinn, heldur um fram allt að svara honum. Mynd stafsins og hljóðgildi hans er hér aðalatriðið, þó að þess sé einnig krafizt, að barnið þekki nafn stafsins. Gerum ráð fyrir, að þetta hafi verið ,,þorn“-dagur. Börnin keppast við að móta stafinn í leir. Kennarinn gengur hraðan stofugang og fullvissar sig um, að öll börnin skilji, hvað þau eiga að gera. Svo gengur hann til einhvers barns, sem búið er að leggja staf, og segir: „Hvað ertu að gera?“ „Ég er að búa til þorn“, segir barnið. Þá segir kennarinn: „Hvað segirðu, þegar þú sérð það?“ Barnið svarar vonandi jafnskjótt með

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.