Menntamál - 01.04.1958, Side 40
34
MENNTAMÁL
lesa sem fyrst heil or8, og þó þannig, að þau þurfi þar
ekki að treysta eingöngu á minnið. Er börnunum nú
kennt að nota þann lykil, sem þau æfðu og áunnu sér á
stafhljóðastiginu. Þekki barnið ekki orðið, á það að grípa
strax til tengingar eftir hljóðan stafanna og röð — frá
vinstri til hægri —. Köllum við samkennararnir þetta orð-
kynningu. Þess er gætt, að lestexti dagsins hafi ekki of
mörg kynniorð. Og þau verða í fyrstu að vera létt, eins
og tveggja atkvæða orð. Fjögur til sex kynniorð í æfinga-
texta dagsins mun vera hæfilegt, sé kennarinn orðinn
leikinn í listinni og börnin móttækileg fyrir kennsluna.
Orðkynningin verður að vera lipur og nákvæm og standa
stutt yfir. Fyrst er lögð áherzla á að kenna sjálfsbjargar-
aðferð til að lesa orðin. Lítill drengur kallaði þetta: „Að
herma eftir stöfunum." Svo er æfing í að þekkja orð,
þ. e. að þekkja „andlit“ orðs af útlitinu, en þó með lykil-
inn í vasanum. Við þær æfingar er brugðið upp orðspjöld-
um, bent hratt á orð á töflunni, orðin sýnd í hraðsjá
o. s. frv.
Og eins og börnin fengu á stafhljóðastiginu tækifæri
til að vinna með stafinn, þannig er börnunum nú gefið
tækifæri til að vinna með orðin, einkum með prentæfing-
um. Því skal skotið hér inn í, að hjá okkur er börnunum
kennt prent af mjög einfaldri gerð. Og eru framkvæmd-
ár sérstakar stuttar og tíðar æfingar í stafaprenti. Börn-
in þurfa að hafa náð nokkurri leikni í að prenta, eigi að
vera hægt að beita orðprents-aðferð við letsrarnámið.
En sé þetta fyrir hendi, styður orðprentið mjög að per-
sónulegu öryggi við lesturinn. Við orðprentið kynnast
börnin af eigin raun og við hraða, sem hverju barni hent-
ar, byggingu orðsins, auk þess sem þau æfa persónulega
aðferð við að lesa orðið og festa það í minni. Því að
markmiðið er að prenta og lesa í huganum, heyra hugar-
eyrum, læra orðin svo, að þau verði sögð hindrunaraust
um leið og komið er auga á þau í lesmáli. Þess skal getið,