Menntamál - 01.04.1958, Page 45

Menntamál - 01.04.1958, Page 45
menntamál 39 framan, og reynt að gera ráðstafanir til hjálpar strax, þá vill jafnan fara svo, að nokkur slæðingur barna heltist úr lestinni. Er það mikið áhyggjuefni og vandi með að fara. Ég hef megnustu ótrú á að flytja börn úr bekk, vegna framfaraleysis í lestri, nema sem neyðarúrræði. Eg vona, meira að segja, að skólastarfsemi taki sem fyrst þeim framförum, að fært reynist að hafa börn saman í bekk, þó að ólík séu að þroska og getu. Ég álít þetta félagslega nauðsyn, sem höfðar til mannúðar. Börn, sem eru að heltast úr lestinni, tökum við sem gæzlubörn (sbr. heilsuverndareftirlit), og leitumst við að veita þeim hjálp, miðað við lestrarörðugleika þeirra. Margir samkennara minna hafa árum saman lagt á sig mikið og ómetanlegt aukastarf til hjálpar þessum börn- um. En ég hef einnig haft slíkt hjálparstarf á hendi við skólann með aðalkennara hvers bekkjar. Þá er eitt barn tekið í einu, eða fá saman, sem samstæð eru. Áður en æfingar hefjast, er lestur þessara barna rannsakaður. Æfingar eru svo þrautundirbúnar og miðaðar við getu þeirra, sem æfa á. Fá atriði eru tekin fyrir í einu og fjölbreytilegum aðferðum beitt, t. d. oft gripið til hrað- sjárinnar. Lestur fer alltaf fram strax á æfingaatriðun- um. Æfingar þessar standa venjulega yfir stutta stund, svo sem 10—15 mínútur. Og svo fara börnin aftur inn í sinn bekk, og nema að öðru leyti með skólasystkinum sínum. Gott þykir, ef árangur af þessum séræfingum verður sá, að barnið þarf ekki lengur hjálpar við, er ekki lengur gæzlubarn. Er það mikill og áhrifaríkur sigur fyrir barnið. Nægi þessi hjálp ekki, er ástandið sjúklegt og sérfræðilegrar hjálpar þörf. Þegar börnin eru komin á sjálfsbjargarstig í lestrinum, er nauðsynlegt að þeim gefist tækifæri til að lesa sem ®est. Byrjunarbörnin fá að fara heim með bók til heima- lesturs um miðjan janúar hjá okkur. Og er þá jafnframt sendur með þeim leiðarvísir um það, hvernig skólinn ósk-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.