Menntamál - 01.04.1958, Page 48

Menntamál - 01.04.1958, Page 48
42 MENNTAMÁL Nægir þar að minna á, að skólaskylda var til 1926 frá 10—14 ára aldurs, að vísu leyfð undanþága frá 1926 fyrir 7 ára börn. Frá 1936 er skólaskylda frá 7 ára aldri. En undanþágu má samt veita til 10 ára aldurs, og er hún víða notuð enn í sveitum landsins. Loks má minna á, að æfingakennsla fyrir yngri skeið barnaskólanna var ekki tekin upp í Kennaraskólanum fyrr en 1932. Ég er samt bjartsýnn á framtíðina, hvað þetta vanda- mál snertir. Nýr kennaraskóli mun rísa, — já, verður að rísa sem fyrst. Og í kjölfar hans mun koma tilraunaskóli ríkisins. Það er fullvíst, að kennarar munu ekki liggja á liði sínu, séu þeim sköpuð viðunanleg skilyrði til starfa. Nóbelsverðlaunaskáldið okkar segir einhvers staðar: „Sá, sem skrifar bækur, skrifar ekki bækur.“ Ég kýs að Ijúka þessu erindi með því að segja í sama anda: Sá, sem kennir að lesa, kennir ekki að lesa, í þess orðs þrengstu og venjulegustu merkingu. Hann blandar lestrarkennsluna námsstörfum, sem eru girnileg og áhugavekjandi og hafa um fram allt þroska- gildi, svo að kennslan verði ekki deyðandi stagl, heldur lífrænt starf, og börnin ávinni sér getu og mátt til að lesa sjálf, ein og óstudd sér til gagns og ánægju og stýra fram hjá þeim örðugleikum og ófærum, er á vegi þeirra verða við lestrarnámið. Og hafi kennarinn við það starf sitt barnseðlið að leiðarljósi og skilji og virði lögmál viðfangsefnisins, auk þess að vera sjálfur glöggskyggn, grandvar og gætinn, vaskur drengur og batnandi, mun ekki skipta svo miklu, hvað aðferðir þær eru kallaðar, sem hann beitir við lestr- arkennsluna.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.