Menntamál - 01.04.1958, Síða 49
menntamál
43
SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON:
Bamaverndarlöggjöfin 25 ára.
ÁVARP.
Hinn 1. júlí 1957 voru 25 ár liðin frá gildistöku laga
um barnavernd hér á landi, og hinn 17. ágúst 1957 voru
25 ár liðin, síðan barnaverndarráð tók til starfa og hélt
hinn fyrsta fund sinn. Seinastir allra Norðurlandaþjóð-
anna komum við íslendingar á löggjöf um bárnavernd,
°g er það raunar engin furða sakir fámennis okkar og
dreifbýlis. Barnaverndarnefndir eru fyrir löngu orðnar
^auðsynlegar félagsstofnanir hjá okkur sakir hins víðtæka
hjálparstarfs þeirra. Á þessum fáu mínútum, sem ég hef
hér til umráða, er þess enginn kostur að segja skil á
barnaverndarstarfinu yfirleitt né gera grein fyrir barna-
verndarlöggjöfinni íslenzku í heild né rekja þau áhrif,
sem hún hefur haft, en þau eru mikil. Ég verð að láta
Wér nægja að drepa á nokkur meginatriði, sem varða
störf barnaverndarráðs, svo að ykkur mætti að nokkru
skiljast hlutverk þess í þjóðlífi okkar.
Starfssvið barnaverndarráðs er í megindráttum ferþætt.
1. I fyrsta lagi hefur það yfirumsjón allra barnaheimila
°g uppeldisstofnana í landinu og beint eftirlit með hælum
heim og uppeldisstofnunum, sem ætluð eru til viðtöku
börnum og unglingum hvaðanæva af landinu. Þetta þýðir
bað, að barnaverndarráði er skylt að fylgjast með því,
að stofnanir þessar séu að öllu leyti reknar á sómasam-
legan hátt. Flestar þær stofnanir, sem barnaverndarnefnd-
ir eiga að hafa eftirlit með, skoðar barnaverndarráð
a- m. k. einu sinni á ári, sumar oftar. Slíkt eftirlit og
aðhald er nauðsynlegt. Ýmsar misfellur, smærri sem