Menntamál - 01.04.1958, Blaðsíða 57
menntamál
51
SITT AF HVERJU TÆI
námskeið á vegum háskólanna
í KAUPMANNAHÖFN OG ÁRÓSUM.
A skólaárinu 1958—1959 efna dönsku háskólarnir til sérstakra nám-
skeiða fyrir erlent námsfólk, þar sem hægt verður að velja urn ýmsar
námsgreinar. Þátttökugjaldi í námskeiðum þessum verður mjög í hóf
stillt, og e. t. v. munu væntanlegir nemendur geta fengið styrk til
þessarar námsdvalar.
Þeir, sem liafa hug á að kynna sér þetta nánar, ættu sem fyrst að
snúa sér til Magnúsar Gíslasonar, námsstjóra,eða danska sendikenn-
arans við Háskóla íslands, Erik Sönderliolm, I.augavegi 15 (sími 24138).
Þeir munu veita nánari upplýsingar um þessi námskeið.
ÍSLENZKUM KENNURUM
UOÐIÐ TIL DANMERKUR í SUMAR.
Nýlega barst Norræna félaginu í Reykjavík boðsbréf frá „For-
tningen Norden" í Kaupmannahöfn, þar sem danska félagið býður
15 íslenzkum kennurum ókeypis námsdvöl í Danmörku í þrjár vikur
í ágústmánuði 1958.
Þetta er í fjórða skiptið, sem íslenzkir kennarar fá slíkt heimboð
lyrir atbeina Norræna félagsins í Danmörku, en tvívegis hefur dönsk-
Um kennurum verið boðið til íslands og hefur dvöl þeirra liér verið
skipulögð af Sambandi íslenzkra barnakennara og Landssambandi
■slenzkra framhaldsskólakennara í samvinnu við Norræna félagið i
Reykjavík. — Rösklega 60 íslenzkir kennarar og tæplega 50 danskir
kennarar hafa notið þessarar gagnkvæmu fyrirgreiðslu. — Greinar-
gerð um þessar skiptiheimsóknir, ásamt nafnalista, er birt í maí—
júní hefti Menntamála 1957.
Gert er ráð fyrir því, að íslenzku kennararnir komi til Iíaupmanna-
liafnar mcð m.s. Heklu miðvikudaginn 6. ágúst (Hekla fer héðan 2.
ágúst). Síðan verður dvalið í þrjá daga í Höln, skoðuð söfn, lieim-
sóttar aðalstöðvar dagblaðs, farið í ferðalag um Norður-Sjáland til
Frederiksborg Slot og Kronborg og ferð um Norðvestur-Sjáland og
þá m. a. skoðuð dómkirkjan í Hróarskeldu. — Dagana 10.—23. ágúst
dvelja íslenzku kennararnir á Sönderborg Höjskole og verður þá farið
1 kynnisferðir um Suður-Jótland. — Dagana 24.—30. ágúst dvelja svo
gestirnir í Kaupmannahöfn og búa þar hjá starfssystkinum sínum.
Fá verða heimsóttir skólar og ýmsar aðrar mcnntastofnanir í Kaup-