Menntamál - 01.04.1958, Síða 70
r
AlþJóðlegÉ
§umarleyfi§nám§kcið
fyrir kcnnara vcrður liaklið I Rins'C-
rikc lýðliáskola llun(‘foss. IVorcgi dag:-
ana 27. júlí—17. agiísf 1058.
Conference of Internationally — minded Schools efnir
til námskeiðs fyrir kennara, þar sem þeim gefst tækifæri
til að kynnast menntafrömuðum frá ýmsum löndum. Á
námskeiðinu verða fyrirlesarar frá ekki færri en 10 lönd-
um og munu þeir ræða mál er koma að gagni kennurum
bæði við barna- og framhaldsskóla. Enska verður aðalmál-
ið á námskeiðinu, en einnig verða möguleikar á að í’á
þýtt á bæði frönsku og þýzku.
í skólanum er hægt að fá tveggja manna herbergi með
nauðsynlegum þægindum, en einstaklingsherbergi munu
fást fyrir aðeins hærra verð í húsum í nágrenni skólans.
Lýðskólinn er í útjaðri smáborgarinnar Hönefoss, er
dregur nafn af samnefndum fossi. Borgin stendur á mót-
um nokkurra dala og er útsýnið einkar fallegt.
C. H. Dobinson kennari við Reading liáskóla mun veita
námskeiðinu forstöðu. Hann er þekktur háskólakennari og
afburða fyrirlesari, einnig alvanur að starfa við aljjjóðleg
mót og námskeið.
Kostnaður mun verða £ 28 eða 560 norskar krónur, er
J)á innifalin ferð til Oslóar og kynnisferðir um umhverfið.
Þeir, sem tilkynna þátttöku sína fyrir 31. janúar 1958
fá afslátt er nemur 1 pundi eða 20 n. kr. Þátttökugjald
fyrir þá, sem senda umsókn sína eftir 31. marz 1958 mun
hækka um 1 pund eða 20 n. kr.
Umsóknir skal stíla til: Mr. K. F. Smart, M:A. (Oxon.),
82, Waverley Road,
Reading, Berks, England.