Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 5
Myndlistarkennsla í íslenzka skólakerfinu Ráðstefna um myndlistarkennslu í íslenzka skólakerfinu var haldin í Reykjavík dagana 12. og 13. október, og sátu hana fulltrúar allra þeirra aðila, sem til hennar voru boðaðir, og taldir eru á meðfylgjandi skrá. Orðið „mynd- listarkennsla" er hér notað um all víðtækt svið, eða eins og í boðsbréfinu sagði er „myndlist hér skilin í víðtækustu merkingu. Hugleidd verði öll formmennt, hver sé staða hennar á íslandi nú á dögum og hvaða þýð- ingu hún hafi í almennu uppeldi og sérnámi, fyrir atvinnulíf þjóðarinnar og andlega mennt.“ í upphafi ráðstefnunnar voru flutt fimm inn- gangserindi um hin ýmsu svið viðfangsefnis- ins, og voru flytjendur þau Hörður Ágústsson, skólastjóri, Valgerður Briem, teiknikennari, Jóhann Hannesson, fv. skólameistari, Haukur Eggertsson, iðnrekandi, er flutti erindi Gunn- ars Friðrikssonar, formanns Félags íslenzkra iðnrekenda, í forföllum hans, og Björn Th. Björnsson, listfræðingur. Voru síðan hafnar umræður, og komu þar fram mörg yfirlit um stöðu þessara mála á hinum ýmsu stigum skólakerfisins, m.a. frá formanni Teiknikenn- arafélags íslands, Guðmundi Magnússyni; skólastjóra Kennaraskóla íslands, dr. Brodda Jóhannessyni; rektor Menntaskólans í Reykja- vík, Guðna Guðmundssyni; fræðslumálastjóra, Helga Elíassyni; fulltrúum Háskóla íslands, Listasafns íslands, Félags íslenzkra myndlist- armanna og frá fulltrúum hinna ýmsu kennara- samtaka, er ráðstefnuna sátu. Var í umræðun- um leitazt við að einangra hvert skólastig fyrir sig, kanna ástandið þar og leita úrræða. Eftir fyrri umræðudaginn var sett niður nefnd til þess að móta ályktunartillögur um hin ýmsu mál, og lágu þær fyrir til umræðu síðari fundardaginn. Ályktanir þær, sem ráð- stefnan gerði, fylgja hér með í þeirri röð, sem þær voru ræddar og afgreiddar. Ráðstefnan var mjög vel sótt, og ríkti þar mikill og einhuga áhugi fyrir umbótum þess- ara mála. Hr. ráðuneytisstjóri, Birgir Thorla- cius, setti ráðstefnuna, en fundum stýrðu þeir Runólfur Þórarinsson, fulltrúi í mennta- málaráðuneytinu, Hörður Ágústsson, skóla- stjóri og Björn Th. Björnsson. Að lokum ráð- stefnunnar var samþykkt að leita til mennta- málaráðuneytisins um, að það skipaði sam- vinnunefndir um þrjá stærstu málaflokkana, er ræddu um og ynnu frekar að tillögum um þessi mál. MENNTAMÁL 151

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.