Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 13
áfanga er ekki lokið, áður þanki staðnar við annan möguleika á útfærzlu. Þetta er kross- götufólk og vatnaskila, en vita hvorki veg, né hitt hve „vötn eru fegin að falla í hæfilegum halla“: Valfrelsið er þessum þörnum synda- klafi. Eru þau að reka niður stoðir undir sér of erfiðan raunveruleika? Eru þau að leita sátta við einmanaleikann? Því aS það eru einnig þessi börn, sem eiga svo bágt með að tala. Það er svo langt frá því að þau lifi ung I orðum sínum, að þau deyja þar. Hugur þeirra er ei orðahugur, heldur sýna og kennda. Þau skynja í skyndi- leiftrum, sem grip orða góma ekki, þau ná ekki þanka þeim í selfluttum orðum, hugsunin verður hálf eftir á hrakhólum miðleiðis, eða þeim finnst í miðju kafi ei taka því að gera öðrum skiljanlegt, hvað þau kannske meintu? Og þá ekki fyrr en löngu seinna, að þau e.t.v. detta oná að segja þann einfalda sannleik í Ijóði, tón, mynd, ef tími dokar, þá andartaksstund, sem nemur. En einmitt i höndum þessara barna skapast stöku sinnum listaverk, upphafin í nakinni einfeldni sinni: eins konar æðri myndræn stærðfræði, útmæld á blaði í lit og línu og fleti, og þessi opinberun er allt í senn: FRIÐUR - UMBUN - AFLAUSN: með sindur í sjáöldrum og táragljáa hafa þau setið í þögn og hvorki vitað stund né stað og undan vingur- gómum magnað galdur mynda yfir auðnir arkanna loks án tregðu. Loks án efa? Sé nokkuð nokkurntíma nýtt og ekki áður reynt eða gjört á einhvern hátt, má e.t.v. segja, að í huga þessara þarna gæti síðar skapast áður óhugsuð hugsun og í höndum þeirra list áður óséð: Ef heild næðist heim, þá eru þetta vísindamennirnir, listsköpuðir, sem nýta orku úr angistinni. Á milli þessara tveggja andstæðna: FÉLAGSLYNDU, OPINSKÁU barnanna og DULU, HUGSÆJU barnanna, mætti e.t.v. segja að lægju leiðir allra hinna: Vegur eða vegaleysa allra hinna, hið mikla haf eða hafleysa allra hinna, þessarar mannlífsmergðar í sínu missjóa streymi á grynningum eða dýpi í óendanleikan- um, eða á fremur að miða myndvitstúlkanir við músík: SÖNG, þar sem allir syngja í einu og hver með slnu lagi, þann óð, hvar hver rödd spinnst sem línuvaf á aðra, þversker tón eða samhljómar af algjörri hending, og möguleikar tóntengslanna og tónandstæðnanna til misræmis eða samræmis, mishljómunar eða samhljóm- unar eru algjört óendanlegir, jafnvel að slepptum takti, hraða, tíma. Líklega væri þó íslendingi auðskildara umræðuefnið, ef myndvit, myndmáti, myndstlll, þessi ,,list“ þarna væri borin saman við list orðsins; víravirki bragarhátta og kenninga, þá íþrótt, sem er landlæg og tungumálinu samrunnin, eða innrímstilbrigði og sér- hljóðasöng hins ,,órímaða“ Ijóðs ATÓMS, eða þá bara orðalýsingar I mæltu máli: hver og einn skilur á stund- inni, hvað við er átt, ef einhver er sagður vera mállaus, málhaltur, málgefinn, málstirður, ef sagt er, að einhver stami, reki í vörður, sé orolaus, orðfár, orðhagur, eða þá orðhákur, orðljótur, jafnvel orðheldinn, sannorður, gagnorður, stuttorður, stórorður, talað er um táknmál, dulmál, launmál o.s.frv., tungumál okkar, íslenzkan, á orðgnótt slíkra hugtaka þar eitt orð snöggnær þanka heim; hugtök um málnotkun manna, sem finna má sína hliðstæðu að i MYNDLIST almennt, en í BARNA- TEIKNUN sérstaklega glöggt, eftir þvl hvar niður er borið: hliðstæðan myndrænan, eðlislægan og ómeðvit- aðan bakþanka höfundar eða máta á túlkun hugsunar í mynd: teikni. Meðalvegurinn, hófið, er sumum eðlislægt í myndlist sem öðru. Það er t.d. nokkuð langur vegur milli mál- leysis og málæðis, eða frá algjört niðurskornu formi og lit í mynd til mestu, næstum óleyfilegra ofláta, um- sláttar; hraðboða um ekkert? MENNTAMÁL 159

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.