Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Qupperneq 6

Menntamál - 01.10.1970, Qupperneq 6
Hörður Ágústsson skólastjóri: Islenzkar sjónmenntir íslenzk þjóðmenning stendur á tímamótum. Að baki henni er fornt og nokkuð frumstætt bændasamfélag, stutt aldalangri hefð. Framund- an er iðnvætt nútíma borgarþjóðfélag. Þetta vitum við öll, á okkur dynja brotsjóir umskiptanna. Ekki er það einvörðungu íslenzk- ur vandi að takast á við iðn- og tækniþróun þeirra tíma, sem við nú lifum. Slíkt viðfangs- efni hefur verið á dagskrá undanfarna áratugi með flestum þjóðum heims. Fyrir tíma iðnbyltingar voru list og tækni tvær hliðar á sama hlut. Ekki þarf annað en litast um á Þjóðminjasafninu, til að sannfærast um það. Nema má í aski, styttubandi eða í vegg- tjaldi návist verkkunnáttu og listar, sjá hversu forfeður okkar nýttu og um leið nutu þessara hluta í daglegu Jíli. Hér stöndum við frammi fyrir sannri mótunarmennt, sem ég nefni svo, þ. e. a. s. saman renna í eitt þörf mannsins fyrir myndsköpun og þörf hans til að gera umhverfið sér undirorpið. lást og vísindi voru jafn sjáll'sögð, jafn rétthá. Við tilkomu vélarinnar rofnuðu þessi tengsl. Maðurinn hafði í fyrstu ekki skilning á því, og hefur tæpast enn, að vélin er ekki annað en fyrri handverkstól lians í margfalt flóknari og fullkomnari mynd. Um leið knúði vélin á um fjölbreyttari verkaskiptingu, sem villti þeim mun meir fyrir sem hún varð flóknari. í fyrstu olli iðnbyltingin reyndar fullkominni ringulreið í mótunarmennt. Sumir listamenn örvæntu, skelltu skuldinni á vélina og snéru sér í jæss stað til horfinna tíma. Slík viðhorf voru óraunsæ og flótti írá vandanum. Þeir sem snéru sér af ein- urð gegn honum voru frumkvöðlar nútíma list- ar. Þeir sáu í gegnum þann moðreyk er upp- hafsár nútíma tæknivæðingar blés upp, þeir bentu á leiðir, sýndu fram á hvernig ætti að gera vélakostinn að þjóni listarinnar, en ekki öfugt. Hvernig snýr þessi vandi við íslendingum? í meginatriðum er liann sá sami. Það sem einkum gerir hann þó sérstakan er sú staðreynd, að íslendingar voru til skamms tíma á nýlendu- stigi, um leið voru þeir bændaþjóð einvörðungu, þar sem borgmenning liafði aldrei náð að þró- MENNTAMÁL 152

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.