Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 36
sinni áður, og áhugi manna og stofnana víðs
vegar um heim á hlutverki þess sem alþjóðlegs
hjálparmáls fer stöðugt vaxandi. Er þess og að
vænta í lieimi greiðra samgangna og aukinna
samskipta milli einstaklinga og þjóða.
Ég mun nú reyna að skýra frá helztu stað-
reyndum um jjetta efni og að lokum víkja nokkr-
um orðum að hugsanlegum hlut esperantos í ís-
lenzku skólakerfi.
Tungumál eru samíélagsleg fyrirbæri, ekki
„náttúruleg“ eða „líffræðileg". Alþjóðamálið er
hér engin undantekning, eðli þess er hið sama
og annarra mála, og það lýtur sömu lögmálum
og þau. Af |jví leiðir, að flokkun tungumála í
„náttúruleg" mál og „tilbúin" mál á sér ekki
vísindalegan grundvöll. Sérhvert tungumál lief-
ur myndazt og mótazt í mannlegu samfélagi og
sérhvert háþróað bókmennta- og vísindamál ber
vitni vísvitandi sköpun.
Almennt má tala um tvenns konar áhrif á
jjróunarferil tungumála. Annars vegar eru sund-
urgreinandi áhrif, sem geta verið t. d. land-
fræðilegs, félagslegs, atvinnidegs og trúarlegs
eðlis og hamla gegn eða hindra sameiningu mál-
forma í stærri heildir og stuðla Jjannig að mál-
farslegri einangrun; liins vegar eru sameinandi
áhrif, sem einkum má rekja til tæknijjróunar á
samskiptasviðum, en eru einnig tengd þáttum
félagslegrar jjróunar, svo sem jafnrétlishugmynd-
um. Á síðari tímum og Jjá einkum á Jjessari öld
hafa hin sameinandi áhrif stöðugt orðið mikil-
vægari jafnhliða Jjví sem hin sundurgreinandi
áhrif hafa verið að missa mátt sinn og megin.
Myndun aljjjóðamálsins er bein afleiðing vax-
andi mikilvægis hinna sameinandi áhrifa á
þróun tungumála á kostnað hinna sundurgrein-
andi. I Jjeirri málþróun hefur bæði myndazt
mikill fjöldi alþjóðlegra orða og margt orðið
keimlíkt eða sameiginlegt með málvenjum Jjjóða
við menningarblöndun. Seint á síðustu öld not-
færði dr. L. L. Zamenhof sér Jjennan sameigin-
lega grundvöll, er hann samdi mál sitt, sem
hann birti árið 1887 undir nafninu Internacia
Lingvo — Aljjjóðamál. Notaði höfundurinn í
fyrstu dulnefnið „doktoro Esperanto“, Jjar sem
„Esperanto" merkir: „Sá sem vonar“. Hefur Jjað
MENNTAMÁL
182
nafn lengstum síðan verið haft um málið sjálft.
Málfræði esperantos er fyrst og fremst fólgin
1 16 grundvallarreglum, sem auðvelt er að læra
og muna. Orðaforðinn samanstendur að mestu
leyti af aljjjóðlegum orðrótum og að nokkru
leyti af orðréjtum, sem eru sameiginlegar nokkr-
um málum. Nákvæmt aðskeytakerfi gerir fært
að mynda mörg orð af einni og sömu rót, stund-
um allt að 40. Stafsetning er hljóðrétt. Vegna
Jjessara einkenna er alþjóðamálið auðlært.
Esperanto Jjróazt með sama hætti og sérhvert
annað menningarmál. Dr. Zamenhof lagði undir-
stöður málsins, en lét notendum Jjess eftir þró-
unina. Hann lét svo ummælt, að „esperanto
yrði að vaxa og eflast samkvæmt sömu lögmál-
um og önnur lifandi mál“. Og einmitt Jjannig
hefur málið Jjróazt og heldur áfram að Jjróast.
Þróun málsins hefur fyrst og frernst birzt í
sívaxandi fjölda orðróta. Árið 1887 hafði málið
alls 904 orðrætur, sem hægt var að mynda af
a. m. k. 10 000 orð. Hin almenna orðabók esper-
antos — Plena Vortaro — inniheldur 7 866 orð-
rætur, sem hægt er að mynda af a. m. k. 80 000
orð. (Ath. Ný útgáfa Plena Vortaro er nú 1
prentun, mikið aukin.) Hér við bætast hin fjöl-
mörgu sérheiti á sviðunr vísinda, tækni og sér-
greina, sem er að finna í 135 sérheitaorðabók-
um og -orðasöfnum, sem fram til Jjessa hafa
ljirzt á alþjóðamálinu. Þrátt fyrir þessa þróun,
hefur aljjjóðamálið ekki aðeins varðveitt, held-
ur raunverulega treyst einingu sína og heildar-
svíjj. Þetta er auðskilið í ljéjsi Jjess, að stöðug
útfærsla Jjess sviðs, Jjar sem málið er notað, og
vaxandi fjöldi Jjeirra, senr tala málið, hafa haft
í lör með sér aukningu aljjjóðlegra samskipta
íyrir fulltingi málsins, sem jafnt og Jjétt hafa
aukið og treyst einingu þess. Jafnframt Jjessu
má nefna, að Málfræðinefnd esperantos — la
Akedemio de Esjjeranto — fylgist náið með Jjró-
un málsins og leggur sitt af mörkum til að varð-
veita og efla gerð Jjess og einingu.
Þannig hefur esjjeranto Jjróazt frá hinni lyrstu
einföldu málgerð til lifandi máls, sem æ betur
hefur fullnægt ströngustu kröfum um röklega
hugsun og almenna og listræna tjáningu. Til
eru allmargar alþjóðlegar fjölskyldur sem nota