Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 20
væri auðvelt að framleiða þessa hluti svo ódýrt, að allir gætu eignazt þá. Við vitum t. d. að möguleikar til framleiðslu á plasti eru nær óþrjótandi í heiminum og verð á hverju kílói af plasti er minna en tímalaun verkamanns. Úr einu kílói af plastefni má framleiða eina skó eða einn fatnað á fullorðna manneskju þannig, að teoretiskt væri liægt að fullklæða eina manneskju fyrir þrjá fjórðu úr daglaununt verkamanns. Að vísu á jretta aðeins við háþróaðar iðnaðarþjóðir og ef sjónarmið efnis og tækni eru ein látin ráða. En hver einstaklingur er sjálfstæð jtersóna. Hann sættir sig ekki við að allir gangi í sömu stöðluðu skónum. Það er til eitthvað, sem heitir smekkur eða fegurðarskynjun, og allir hafa ekki sania smekk. Formsköpunin eða formgjöfin kemur hér til skjalanna. Maðurinn ætlast til að jafnvel hlutir, sem ætlaðir eru til daglegra nota, upp- íylli persóntdegar kröfur um lorm og lit, sem veiti eigandanum meiri ánægju og geri hann hentugri eða Jtægilegri í notkun. Nú er Jrað markmið íslendinga að hasla sér völl meðal hinna þróuðu iðnaðarþjóða. Einn meginjrátturinn í þeirri viðleitni hlýtur að vera að vekja almennan áhuga framleiðenda og tækni- manna á formi og eignast hóp sérmenntaðs fólks á því sviði. Ég mun nú drepa á ])örf framleiðslunnar fyrir sérmenntað fólk á sviði formgjafar. Rétt er að líta fyrst á iðnaðinn, sem fyrir er í landinu, og þá fyrst og fremst þann iðnað, sem byggir á hrá- efni, sem við höfum í landinu. Margir freistast til þess að tala um hefð í ís- lenzkum iðnaði. Ég held, að Jrað sé mjög liæ]tið að tala um slíkt, Jrar sem Jtví miður verður að viðurkenna, að verkmenning okkar íslendinga hefur fram á þessa öld verið af skornum skammti, að undantekinni nokkurri listvinnu, sem áður fyrr var að mestu heimilisiðnaður. Þetta á auð- vitað rætur sínar að rekja til Jress, að þjóðin var ltreint bænda- og útgerðarjrjóðfélag alveg fram að þessari öld. Saga annarra Jtjóða sýnir, að veru- leg verkmenning skapast ekki fyrr en með borg- armenningu, Jiegar farið er að beita verkaskipt- ingu og sérhæfingu. Það svið, Jrar sem helzt vottar fyrir einhverri hefð, er í meðferð ullar, og samt er Jjað aðeins nú á seinni árum, að einhver verulegur skriður hefur komizt Jiar á. Þar hefur margt gott verið unnið og þar eru enn mörg tækifæri ónotuð. En okkur vantar fleira fólk, sem stuðlað getur að aukinni fjölbreytni, svo sem í gerð dúka úr Jressu sérstæða elni og einnig til Jjess að gera fatnað og aðrar flíkur úr Jieim. Þar er fyrst og l’remst um að ræða mynsturgerð og litaval, en einnig formun klæðnaðar. Þar erum við komin nokkuð áleiðis, en eins og öllum er ljóst, er tízka ákaflega hverlul og mun Jiví vera þörf á stöðugri endurnýjun og nýjum hugmyndum á ])essu sviði. Annað efni, sem er vissulega einnig Jrjóðlegt, en sent við fram að Jiessu höfum því miður ekki náð verulegum tökum á, en virðumst vera að gera núna, eru skinnin. Til skamms tíma var næstum það eina, sem íslendingar kunnu á Jtví sviði, að gera sér skó og sjó- brækur úr ósútuðum sauðskinnum og húðum. Það er ekki fyrr en núna seinni árin, sem við erum að ná góðum tökum á sútun og verkun skinna þannig, að Jiau verði heppilegur efni- viður fyrir J)á, sem vilja gera úr Jjcim eigulega og gagnlega hluti, svo sem flíkur og ýmsa aðra muni. Tvö önnur innlend efni vil ég nefna og Jrað er leir og ál. Leirinn er ekki nýtt hráefni, en leirmunagerð hefur átt erfitt uppdráttar til skamms tíma. Nú seinni árin hafa aftur á móti átt sér stað verulegar framfarir, og fyrir dyrum standa stórstígar framfarir, Jjar sem þegar snemma á næsta ári mun verða tekin hér í notk- un leirbrennsla, sem skapa mun grundvöll að stórframleiðslu á þessu sviði. Munu þar vissulega skapast verkeíni og möguleikar fyrir mun fleiri en ]iá, sem nú fást við formun í Jretta efni. — Unr álið er ennþá lítið hægt að segja, en vissu- lega er þarna fyrir hendi skemmtilegt hráefni, sem er Jjess virði að því sé verulegur gaumur gefinn. Á ég Jrar fyrst og fremst við steypun og aðra formun úr Jtví efni bæði til hagnýtra nota og skrauts. Hér hef ég nefnt Jrau lielztu efni, sem fyrir liendi eru í landinu. Ekkert er Jjví til fyrirstöðu og reyndar sjálfsagt að vinna úr öðrum efnum, MENNTAMÁL 166

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.