Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 37

Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 37
esperanto sem heimilismál og mörg börn hafa lært esperanto á slíkum heimilum sem sitt móður- mál. Ekki er nákvæmlega vitað um fjölda bóka, sem hafa verið gefnar út á alþjóðamálinu. Eitt stærsta safn bóka á esperanto, safn Brezka esper- anto-sambandsins í London, hefur skráða yfir 30 000 bókatitla. Mikill hluti þess fjölda flokk- ast undir íagurbókmenntir, bæði þýddar og frumsamdar á esperanto. Sérstakan sess rneðal þýddra bóka skipa sýnisbækur bókmennta hinna ýmsu þjóða. Er þar um að ræða ýtarlegt úrtak þeirra bókmennta í vönduðum útgáfum. Fyrir síðustu heimsstyrjöld liöfðu þegar birzt slíkar sýnisbækur pólskra, katalónskra, búlgarskra, belgískra, iitháanskra, ungverskra, sænskra, tékkneskra og svissneskra bókmennta, en síðan hafa bætzt við sýnisbækur enskra, danskra, brasil- ískra, portúgalskra, japanskra og kínverskra bókmennta. Sýnisbók íslenzkra bókmennta í esperantoþýðingu er í undirbúningi, en þegar hefur birzt lítil sýnisbók forníslenzkra bók- mennta auk íslenzkra sagna og ljóða í tímarit- um. Mörg meginbókmenntaverk hinna ýrnsu þjóð- tungna liafa þegar komið út á esperanto. Verka Dantes og Shakespeares hefur þegar verið getið, en einnig mætti nefna verk grískra og latneskra íornskálda, og reyndar velflestra þekktra skálda að fornu og nýju. Einkum er athyglisvert, að ýmis stórskáld, sem ritað hafa verk sín á tung- um, sem lítt eru kunnar utan heimalands þeirra, hafa verið kynnt á esperanto og eru verk þeirra þannig aðgengileg mönnum, sem hafa lagt á sig þá fyrirhöfn að læra esperanto til lilítar. Sem dæmi slíkra verka má nefna hina rniklu ljóða- bálka Hannleik mannsins eftir ungverska skáld- ið Madách, Herra Tadeus eftir pólska skáldið Mickiewicz og Martín Fierro eftir argentínska skáldið José Hernandez. Varla er þörf að geta jjess, að þýðingar á esperanto eru nær undantekn- ingarlaust gerðar af mönnum, sem eiga málið, sem Jjýtt er af, að móðurmáli. Þýddar bókmenntir á esperanto eru nú Jjegar í heild ljölbreytilegt og glæsilegt úrval úr bók- menntum heimsins. Orkar ekki tvímælis, að al- Jjjóðamálið gegnir hér miklu og vaxandi hlut- verki í kynningu menningarverðmæta. Jafnframt þessu vex stöðugt sá fjöldi bóka, sem frumsaminn er á alþjóðamálinu. Meðal höfunda, sem frumsamið hafa verk sín á esper- anto, ber einkurn að nefna höfund málsins, Pól- verjann og Gyðinginn L. L. Zamenhof, Ungverj- ana Kalocsay, Baghy, Szathmári, Szilágyi og Tár- kony, Englendingana Boulton, Rossetti, Sadler og Sturmer, Skotana Auld og Francis, Frakkana Schwartz og Waringhien, Danann Thorsen, Sví- ann Engholm, Norðmanninn Rosbacli, Suður- Afríkumanninn Edwin de Kock og Brasilíu- manninn Mattos. Gildi esperantos lyrir vísindi og tækni hefur oft verið viðurkennt opinberlega, m. a. af frönsku vísindaakademíunni 1924, af japanska vísindaráðinu 1950, í yfirlýsingu 85 japanskra vísindamanna 1951 og í skýrslum og niðurstöð- um Fyrstu alþjóðlegu ráðstefnunnar um tungu- málavanda vísindanna í Kaupmannahöfn 1962. Heimspekileg rit og vísinda- og tæknirit á esperanto eru til bæði þýdd og frumsamin. Af hinum síðarnefndu hafa jafnvel sum verið þýdd úr esperanto á ýmsar þjóðtungur, t. d. bók um útvarpstækni eftir Svíann Aisberg, sem liefur ver- ið þýdd á 18 tungumál, og bók um gróður eftir hinn heimsjjekkta danska plöntusjúkdómafræð- ing Neergaard. Áður liefur verið minnzt á sérheitaorðabækur á esperanto. Jafnhliða vexti sérgreinabókmennta á aljjjóðamálinu hefur slíkurn orðabókum íjölg- að mjög. Fyrir 4 árum höfðu Jjegar birzt 135 sérheitaorðabækur og -orðasöl'n í 50 greinum og undirgreinum heimspeki, raunvísinda, tækni, iðngreina og annarra sérsviða. Af Jjessum orða- bókum eru 5 stærri en 300 bls., 10 liafa 200— 300 bls., 9 hafa 75—100 bls., en hinar hafa færri en 75 bls. Má íullyrða, að ekki séu rnargar þjóð- tungur, sem betur búa að sérheitaorðabókum. Fyrsta tímarit á esperanto birtist I. september 1889. 1 Árbók AlJjjóðlega esperanto-sambandsins 1970 eru talin 110 tímarit, sem nú konra út á aljjjóðamálinu. Elest eru þau almenn eðlis, en allmörg eru sérfræðileg, t. d. Internacia Peda- gogia Revuo um uppeldis- og kennslumál, Biblia MENNTAMÁL 183

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.