Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 22
Björn Th. Björnsson listfræðingur: Hlutur myndlistar r i almennri menntun Meistarinn í'ranski, Páll Cézanne, talar á ein- um stað um þá undirstöðu fullrar lífsnautnar, að menn læri að hugsa með augunum. Þjálfaður náttúruskoðari þættist óefað skilja, hvað Céz- anne átti við. Það er reginmunur lífsnautnar á skoðunarferð um land, hvort maðurinn horfir með eins konar augurn ljósmyndavélar, sem nemur aðeins, án þess að greina, sem beitir að- eins augunum, án þess að hugsa með þeim — svo orð Cézannes séu notuð —, eða hvort hann lifir sjón sína um leið skilvitlega, skilji og veiti athygli jarðmyndunum, gróðurfari og gleðjist við hið hljóða mál sögunnar á þeim slóðum þar sem hann er staddur. Hinn fyrri sér aðeins liina ytri mynd, og fær notið hennar að vísu, — hinn síðari les að auk á bak við hana og auðg- ar þannig og magnar lifun sína af því sent hann sér. Myndi nokkur neita því, að náttúrukvæði Jónasar séu dýpri og meiri fyrir það, að hann þekkir landið, myndun þess, umbrot og auðn, og saga þjóðarinnar honum hvarvetna í merg runnin. Hér tók ég náttúruskoðun aðeins sem skýr- andi dæmi. Allt í kring um okkur eru mann- gerðir hlutir, sem eiga eins og náttúran bæði ytri sýnd og djúpt, margslungið inntak. Hlutir lifa lengur en menn, og formið lifir lengur en hluturinn sjálfur. Því er Jjað svo, að með því að gaumgæfa þessa hluti, jafnvel daglegustu nytjamuni sem við höfum í höndum, getum við séð inn í Jsað verkstæði aldanna, Jrar sem breyt- ingar og umbyftingar í sögu mannkynsins voru á afli. Án skilnings á slíku er saga mannkynsins yfirborðið eitt. Hún er hundraðfalt sannfróðari sagan af Jrví, í hvers konar híbýlum menn hafi búið öld af öld, hvernig þeir hafi klæðzt eða livaða amboð Jreir hafi notað, heldur en tíðind- in af Jjví, hvaða kóngur barðist við kóng. Hvert tímabil sögunnar býr yfir sínu tjáningarformi, sinni lífsmynd. Það tíðargervi köllnð við stíl. Orðið er ekki valið ófyrirsynju, ]>ví stíll er skrif- færi, og vissulega er Jrað handskrift tímans, rit- hönd hans, sem okkur er eftirskilin. Þar á ekki aðeins hver öld sitt glögga afbrigði, heldur og hver þjóð. Rétt eins og nemendur sama skriftar- kennara eru líklegir til að temja sér svipaða MENNTAMÁL 168

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.