Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 30
vendilega tryggt, að drengirnir eiga kost á góð- um „þjónustum“ í framtíðinni! Unglingastigið, 1. og 2. bekkur. Á meðan stúlkur í fyrsta bekk unglingastigsins skulu æfast í meðíerð saumavélar og sauma t.d. sokkapoka, skópoka, náttkjól, læra úrtöku og út- aukningu í prjóni, prjóna vettlinga, eru drengj- um ætluð margþætt verkefni, sem skiptast í fjóra meginþætti: Trésmíði, málmsmíði og tækjasmíði, flugmódelsmíði, pappavinna, undirbúningur að bókbandsnámi. Verkefni innan þessa þátta eru t. d. Bókastoðir, taílborð, sjúkrakassar, lóðun og formun í leir, látún og járn, vinna að smíði seðul- nála, gufutúrbína, rafsegla, rafhamra, „morse- lykla“ o. s. frv. í öðrum bekk eiga stúlkur að læra, hvernig saumavél er lireinsuð og smurð. Verkefni eiga að vera heldur þyngri en fyrra árið t.d. svunta, blússa, slopjrur, pils. Prjóna barnaháleista. Handavinna drengja í 2. bekk skiptist einnig í fjóra þætti, seinustu tveir þættirnir eru nú bók- band og skylduverkefni, s'em felur i sér notkun og meðferð verkfæra svo og efnisfræði. Verkefni eru t. d. þessi: skemlar, hillur, bréfahnífar, skerma- grindur, rafbjöllur, túrbínur o. s. frv. Drengir eiga að læra, samkvæmt námsskrá, meðferð 53 verkfæra og 7 véla. Stúlkur eiga að læra meðferð fjögurra verkfæra (prjónar (2—5), nál, heklunál, straujárn, (strauborð) og einnar vélar (saumavélar). Niðurstaða samanburðar. Markmið og verkefnaval handavinnunnar bygg- ist greinilega á hefðbundinni verkaskiptingu karla og kvenna, verkaskiptingu, sem óðum er að hverfa, enda á hún ekki rétt á sér sem regla né markmið í nútímasamfélagi. Handavinna ætti m. a. að hafa það markmið að örva og þroska hug og hönd til listrænnar og „hagnýtrar" sköpunar, opna hug einstaklings- ins fyrir möguleikum sínum. Verkelni þau, sem ætluð eru stúlkum samkvæmt námsskrá, eru öll bundin heimilinu, skreytingu þess, þjónustu- MENNTAMÁL 176 brögðum og fatasaum. Verkefni, verkfæri og efni- viður er þar af leiðandi einhliða, og vart um að ræða örvun til listrænnar, sjálfstæðrar sköpunar. Um einstök verkefni er í sjálfu sér gott eitt að segja, en það er ekki það, sem hér um ræðir, held- ur hvert sé uppeldislegt hlutverk handavinnu- kennslu innan skólakerfisins. Handavinna drengja virðist, samkvæmt náms- skrá, nálgast betur það markmið, sem fyrr getur. Verkefni, verkfæri og efniviður 'er fjölbreyttari, tekið er tillit til einstaklingsins, möguleikar eru á sjálfstæðri listrænni vinnu ásarnt „hagnýtri" vinnu. Hug nemandans er ekki beint inn á visst svið innan samfélagsins, heldur virðist reynt að beina hug hans að sem flestum þáttum þ'ess. Námsskránni helur vissulega ekki verið fylgt út í æsar af ýmsum ástæðum, en hin skörpu skil milli handavinnu drengja og stúlkna eru skýr í lram- kvæmdinni eftir sem áður. Erfitt er um vik að fá heildarmynd af handavinnukennslu í fram- kvæmd i skólurn landsins. Þó er óhætt að fullyrða, að meiri hreyfing er í handavinnu drengja t. d. hvað viðkemur nýjum og fjölbreyttari verkefnum. Matreiðsla og liússtjórn. í námsskrá skyldustigsins er einnig talað um nemendur í sambandi við kennslu í matreiðslu og hússtjórn. Þó verður að álíta, að matreiðsla og hússtjórn sé einungis ætluð stúlkum, þegar litið er á orðalagið um markmið námsgreinarinnar: „ ... öðlist virðingu fyrir verkum húsmóðurinn- ar og finnið þörf á frekara námi á þessu sviði.“ Þjóðfélagshættir okkar eru slíkir, að piltar fara ekki x nám á þessu sviði, enda er það ekki heim- ilt, skv. lögum þeirn, sem áður er vitnað til. Auk þess er í násskrá í sambandi við verkefni fyrir II. bekk unglingastigsins komizt svo að orði: „Stefna ber að því, að einni bóklegri kennslustund á viku sé varið til þess að kenna drengjum og stúlkum búreikning, næringarefnafræði, híbýlafræði og snyrtimennsku." Þar eð alls staðar annars staðar í þessum kafla er talað um nentendur má ætla, að aðeins þessir þættir matieiðslu og hússtjórnar séu ætlaðir drengjum, enda er framkvæmd námsskrárinnar

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.