Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 25

Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 25
15% kannast ekki við verk Ásmundar Sveins- sonar, en telja að hann hafi hin síðari ár aðal- lega unnið að myndurn sjómanna á úfnu hafi (sem er nú nokkuð vandgert í höggmyndalist) eða að hann vinni aðallega að mannamyndum, m. a. al' forseta íslands. 23,3% kannast ekki við Júlíönu Sveinsdóttur, en hallast ýmist að því, að hún hafi verið vest- firzk hannyrðakona á 19. öld eða sé óperusöng- kona og teiknari ævintýramynda. 43,3% kannast ekki við Gunnlaug Sclieving, en ætla að hann sé frægastur fyrir málverk sín af nökturn konum (sem hann mun aldrei hafa fengizt við) eða þá húsamyndir úr gömlu Reykja- vík. 2ö,7% kannast ekki við Leonardo da Vinci, en telja hann ýrnist hafa verið spænskan mynd- höggvara á öndverðum miðöldum eða franskan heimspeking á dögum Lúðvíks 14. Það mun óumdeilt, að Edvard Munch sé sá norrænna myndlistarmanna, sem mestan hróður hefur hlotið unt veröldina og raunar hinn aleini á Jsessari öld, sem komizt hafi á spjöld sögunnar. Á öndverðu sumri var haldin hér í Reykjavík mikil yfirlitssýning á svartlistarverkum hans, en síðan frarn eftir sumri í Norræna húsinu, sjón- varpið gerði þeim skil, greinar um Munch birt- ust margar í tímaritum og blöðum. Samt sem áður eru Jjað 33,3% sem alls ekki kannast við þennan listamann, en telja hann ýmist sænskt ljóðskáld eða þýzkan myndhöggvara. Spurt var um stílheitið natúralismi, og því eins og öðru rétt svarað, sem nákvæmri endur- sýnd fyrirmyndar í listum. Þetta heiti, natúral- ismi, hefur mjög verið notað í allri umræðu um listir og er löngu orðið gjaldgengt í máli okkar. Samt sem áður eru það 71,7% sem alls ekki kannast við merkingu orðsins. Væri spurt, hvaða myndlistarmaður af íslenzku bergi brotinn væri frægastur í sögunni, er ekki um að efast að sá er Bertel Thorvaldsen. Verk hans helga lreilt tímabil evrópskrar höggmynda- sögu, auk þess sem verk hans eru allmörg hér á landi, í Hljómskálagarðinum, í dómkirkjunni, í anddyri listasafnsins, og bækur hafa verið um hann skrifaðar á íslenzku. Þrátt fyrir Jjetta eru 45% sem alls ekki kannast við Thorvaldsen, en telja ýmist að hann hali verið Dani sem unnið hafi að myndum íslenzkra sögualdarmanna(l) eða að hann hafi starfað sem forstjóri listasafns í Kaupmannahöfn, sem við hann sé kennt. Yfirleitt er mjög erfitt að svara því með nokkru afdráttarleysi, hvert sé lrægasta listaverk ein- hvers höfundar. Þó eru undantekningar frá Jjessu, og eitt þeirra verka er Guernica eftir Picasso. Mynd þessi, sem rnáluð var 1936 sem sorgar- og heiftarhróp gegn múgmorðum í spænsku borgarastyrjöldinni, er ekki aðeins siigu- lega merkileg, ekki aðeins stærsta lausamynd sem máluð hefur verið á okkar öld, heldur var farið með hana sýningarlerð um flestöll lönd Evrópu og uffl Bandaríkin, og lnin er sýnd í svo til öll- um bókum sem urn nútímalistir fjalla. Þrátt fyrir allt þetta eru 48,3% sem alls ekki kannast við hana eða hafa ekki lieyrt hennar getið með nafni. Fleiri dæmi ætla ég ekki að taka, enda er yfrið nóg komið til þess að sýna og sanna, að mennt- un íslenzkra ungmenna á sviðum lista er langt fyrir neðan það sem nokkurri menningarþjóð getur verið samboðið. í úrtaki Jressu er þó um að ræða fólk, sem hyggst ganga leið listnáms og ætla mætti að hefði meiri áhuga fyrir efnum þessum en almennt gerist. Könnunin ætti því að gefa hallkvæma rnynd fremur en hitt. Til úrbóta Jressu sé ég helzt þrjár leiðir, og í rauninni þyrfti að fara þær allar, ef vel ætti að vera. Hin fyrsta er sú, að listasaga verði tekin upp sem kennslugrein til B.A. prófs í heimspeki- deild liáskólans, og æðri skólurn, svo sem mennta- og kennaraskólum, Jrannig séð fyrir kennurum sem tækju til þessa sviðs ásamt öðrum. í öðru lagi, að listasaga verði tekin upp sem nántsgrein í Kennaraskóla íslands, að nokkru leyti í sambandi við mannkyns- og íslandssögu, en að hinu í sambandi við teiknikennslu, eða þá sem sjálfstæð valgrein. í þriðja lagi, að við menntun teiknikennara við Myndlista- óg hand- íðaskóla íslands verði bætt einu námsári, og kennsla í listasögu miðuð að Joví, að gera teiknikennarana hæfa til alhliða myndlistar- kennslu, bæði á verklegu sem listsögulegu sviði. MENNTAMÁL 171

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.