Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 33

Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 33
eigi sér stað innan þessara greina, eigi ekki að fara eftir kyni nemenda .. Samband íslenzkra barnakennara f jallar u m málið'. 21. þing S. í. 13. haldið dagana 5-7 júní 1970 í Reykjavík beindi þeim tilmælnm til nefndar þeirrar, er vinnur að endurskoðun fræðslulag- anna, að liún beiti sér fyrir því, að í lögin verði sett skýr ákvæði, er komi í veg fyrir, að unnt sé að ákveða með námsskrá, að drengir og stúlkur á skyldunámsstiginu fái mismunandi kennslu í verklegum greinum. Ennfremur skoraði þingið á nefnd þá, er vinnur að endurskoðun laga um Kennaraskóla íslands, að hún beiti sér fyrir því, að gerð verði sú breyting á menntun handavinnu- kennara, að sú kennsla, er þeir síðan veiti i verk- legum greinum, verði fyrir alla nemendur, óháð kyni. Þessari áskorun þingsins ber að fagna, og er þess að vænta að hún verði tekin til greina. Skyldunámið, tilgangur Jiess. Er það hlutverk skyldunámsins að veita öllum nemendum sömu undirbúningsmenntunina fyrir lífsbaráttuna eða á stór hluti þekkingarinnar að fara eftir kyni nemandans, jafnvel ]ió við blasi :í samfélaginu sú mismunun og skerðing á mann- helgi, sem það skapar? Er það réttlætanlegt, að skyldunámið stuðli að því, að starf og atferli ein- staklingsins, vilji hans, geta og hæfileikar þróist innan þess ramma, sem kynmunstur hans veitir í samfélaginu? Ótal önnur mótunaröfl konia þarna vissulega við sögu, innan skóla sem utan. Ekki mun að sinni farið út í þær þjóðlelags- legu afleiðingar, sem mismunandi uppeldi og kröfugerð á hendur piltum og stúlkum hefur í för með sér. Þar eð lielztu röksemdir þeirra fáu, er telja ólík verkefni æskileg í verklegri kennslu, eru þær að búa þurfi stúlkur sérstaklega undir heimilis- störf og móðurhlutverk sitt, skal einungis þetta sagt: Heimilisstörf eiga ekki að vera sjálfsögð af- leiðing móðurástar og makaástar konu. I mann- réttindayfirlýsingu S. Þ. er kveðið svo á, að hver einstaklingur eigi rétt á starfsvali. Islendingar eru aðilar að S. Þ. og hljóta því að vinna að því að svo verði. Samkvæmt íslenzkum lögum bera hjón jafna ábyrgð gagnvart heimili sínu og börnum, sam- iclagið á að stuðla að því, að þau hafi jafna mögu- leika til Jaess. Skólinn sem uppeldisstofnun getur ekki tekið sér íhlutunarrétt um það með uppeldi sínu, hvernig einstaklingar skipta með sér þeirri ábyrgð. Honum ber að líta á alla nemendur jafnt í þessu efni. Skólanum ber m. a. með uppeldi sínu að opna augu nemandans fyrir möguleikum sín- um og réttindum sem eistaklings innan samfé- lagsins, en ekki marka honum braut. Stefna lians ætti ávallt að vera sú, að nám og starf miðist við getu og hæfni nemandans. Skyldunámið á að veita öllum aðstöðu til sömu lágmarksþekkingar og þá örvun, sem þarf til að lifa sjálfstæðu lííi í nútíma- þjóðfélagi. Það getur ekki skoðazt sent undirbúningur und- ir móðurhlutverkið að prjóna barnasokka og hekla pottaleppa, þar koma til aðrir þættir og mikilvægari. Foreldrahlutverkið er hlutverk tveggja einstaklinga; hlutverk, sem flestir leika á sviði mannlífsins, hlutverk, sem heill kynslóðanna er að miklu komin undir, hlutverk, sem er marg- slungið og leyfir ekki, að til þess sé kastað hönd- um. Þar er ekki annað hlutverkið öðru æðra né mikilvægara í uppeldislegu tilliti séð. Aftur á móti komum við hér að stórkostlegri brotalöm í skyldunáminu; nemendur eru á engan hátt búnir undir löreldrahlutverk sitt, hvorki með kennslu í almennri uppeldisfræði, Ijölskyldulræði né kyn- ferðisfræðslu. Myndíð, heimilisfræði. Tími er til kominn að taka upp nýja stefnu í þessu efni. Við gætiun e.t.v. að nokkru tekið okkur til fyrirmyndar það skipulag, sem er í Sví- þjóð og Noregi. Gerum ráð fyrir, að verklegum greinum yrði skipt x heimilisfi'æði og myndíð. Heimilisfræði fæli þá í sér undirstöðuatriði í mat- argerð, fiæðslu og umræður um heintilið og fjöl- skylduna, samskipti fólks, stöðu kynjanna í sam- félaginu o. s. frv. (Sbr. Svíþjóð). Einnig mundu falla undir þessa grein liagnýtir þættir þeirrar handavinnu, er stúlkur einar njóta nú þ. e. a. s. MENNTAMÁL 179

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.