Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 31

Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 31
nær undantekningarlaust sú, að stúlkur einar njóta kennslu í þessari grein, og hafa drengir þá færri kennslustundir á skyldustiginu, sem því nemur. Þessi sameiginlega bóklega kennslustund er ekki á stundaskrá skólanna. í lögum um Kennaraskóla íslands frá 18. apríl 1963 stendur í 2. gr. I. kafla 6. lið: „Handavinnu- deild, sem veitir sérmenntun í handavinnu karla og kvenna og sér nemendum fyrir æfingum í að kenna þær.“ Lögin um Kennaraskóla íslands styðja því námsskrána þar að lútandi, að handavinna pilta og stúlkna sé aðgreind. Lögin minnast einnig á húsmæðrafræðslu, sbr. 5. lið 2. gr. Það sérnám fer þó ekki fram í Kennaraskóla íslands, heldur Hús- mæðrakennaraskóla íslands. í lögum um hús- mæðrakennaraskóla íslands er ávallt talað um nemendur, en þar sem umsækjendur verða auk annarra inntökuskilyrða, „að hafa lokið nánii í fullgildum húsmæðraskóla“, — og markmið þeirra skóla er „að veita konum nauðsynlegan undir- búning undir venjnleg heimililsstörf, heimilis- stjórn og barnauppeldi," — leikur enginn vafi á því, að skólinn er sérskóli kvenna til þess að kenna stúlkum tiltekna námsgrein. Af því sem fyrr er sagt, er Ijóst, að skýrsla Ev- rópuráðsins gefur rangar upplýsingar um ísland. Annað livort hafa Evrópuráðinu borist rangar upplýsingar í hendur eða misskilið þær. Hér fer fram mismunandi kennsla með mismunandi markmiðum og verkefnum eftir kynjum og ann- að kynið hefir fleiri skyldunámskennslustundir á grundvelli kynferðis síns, í skólum, þar sem matreiðsla og hússtjórn er kennd. Auk þess er stúlkum, gegnum allt skyldunámið, ætluð meiri og minni heimavinna í handavinnu. Drengir vinna handavinnuverkelni sín ein- göngu innan veggja skólans. Það skiptir í þessu tiHiti ekki máli hver ástæðan er. Hér sjáum við hliðstæðu þeirrar myndar, sem blasir við úti í samfélaginu; að auk þess að vera venjulegur þjóðfélagsþegn og foreldri er kven- mönnum ætluð viss verk að auki (heimilisstörf). Skólinn styður þá mynd með uppeldi sínu. Að beiðni Stéttarfélags barnakennara í Reykja- vik skrifaði SÍB samtökum kennara á Norður- löndum og óskaði eftir upplýsingum um stöðu viðkomandi þjóða í þessum efnum. Upplýsingar haf'a aðeins borist frá Noregi og Svíþjóð, og er J)ví aðeins unnt að greina frá framkvæmdum þeirra og viðhorfum, og munu þær röksemdir, sem þar koma fram, að mestu látnar nægja. Svíþjóð. Námsskrá fyrir skyldunámsstigið hefir verið í athugun og mun hún ganga í gildi smátt og smátt frá hausti 1970. Fyrstu 6 árin (lág- och mellanstadierne) fá allir nemendur kennslu í handavinnu (sem skiptist í tvo aðaljaætti) án tillits til kyns, og markmiðið er Jjað sama fyrir drengi og súlkur. í 7., 8. og 9. deild, Jj.e.a.s. 3 síðustu árin (högstadiet) velja nem- endur verkefni að nokkru. Umjætta segir í al- m'ennri stefnuskrá námsáætlunarinnar í lauslegri þýðingu: „Þegar valið er, verður að taka tillit til áhuga og hæfni hvers nemenda, og í Jdví efni er farið eltir þeirri reynslu, sem fengin er við báða Jrætti handavinnunnar fyrstu árin. Einnig verður að reikna með Jiví, að afstaða n’emendanna til vals- ins mótist af hefðbundinni verkaskiptingu kynj- anna og J)ví áliti, sem ríkir á heimilunum. Það er ])ví mjög mikilvægt, að fyrstu kynni af báðum þáttum handavinnunnar sé eins jákvæð og kostur er. Kennari í handavinnu verður að líta á ])að sem eina af aðalskyldum sínurn í kennslunni að skapa frjógvandi og jákvæðan anda, er leiði af sér vinnu, sem nem'endur finna tilgang í. Afstaða kennarans sjálfs til handavinnunnar hefur mikil áhrif á afstöðu nemandans. Kennarinn verður á alla lund að sýna, að J>að er fullkomlega eðlilegt, að drengir og stúlkur fái sömu kennslu í lianda- vinnu.“ Matreiðsla er ekki sjálfstæð námsgrein, heldur fellur hún inn í námsgreinina heimilisfræði (hemkunskap). Sú grein er kennd í 8. og 9. deild. Námið er jafnt fyrir alla nemendur, pilta og stúlkur,, og er staða kynjanna í samfélaginu einn meginþáttur Jressarar námsgreinar. Tilgangurinn er, að kennslan leiði að sér breytt viðhorf í ])essu MENNTAMÁL 177

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.