Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 19

Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 19
£ Gunnar J. Friðriksson iðnrekandi: Formsköpun r I iðnaði Þegar ég féllst á að flytja erindi á þessari ráð- stefnu, var það ekki af því, að ég telji mig liafa nokka sérþekkingu í formsköpun eða formgjöf, eða myndíð, eins og forráðamenn ráðstefnunn- ar kalla slíkt. Heldur vegna atvinnu minnar sem framleiðandi á iðnvarningi og þeirrar reynslu, sem ég hef lilotið sem formaður í samtökum framleiðenda um nokkurt árabil. Frumhlutverk iðnaðarmannsins og iðnrekand- ans er að framleiða, þ. e. að breyta formi eða eðli efnis þarmig, að úr því verði nytsamur eða gagn- legur hlutur. Það er að segja, að skapa verðmæt- ari eða eftirsóttari efni eða liluti úr hráefni því, sem fyrir hendi er. Sá hugsanaruglingur hefur nokkuð gert. vart við sig hér á landi, að það, að taka við fiski úr sjó og frysta hann eða salta, væri iðnaður. Því fer auðvitað fjarri, enginn fiskur er betri en nýr fiskur. Er hér því um verkun að ræða til þess að auka geymsluþol hans og koma honum óskemmdum á markað. Hann verð- ur aldrei betri en nýdreginn úr sjó. Nýr fiskur er }jví ekki hráefni. Þetta á að sjálfsögðu ekki við um úrgang eða fisk, sem ekki er talinn hæf- ur til manneldis og sem annars þyrfti að fleygja. Að framleiða mjöl og lýsi úr slíku er auðvitað iðnaður. En þetta er nú svolítill útúrdúr. Það, sem þarf ti! þess að framleiða eitthvað, er að hafa yfir að ráða efni og orku og svo þekk- ingu á efninu og þeirri tækni, senr beita þarf við framleiðsluna. Þetta eru auðvitað svo sjálf- sagðir hlutir, að óþarfi á að vera að nefna þá hér, en allt snertir þetta nokkuð jrað, sem hér er til umræðu. Áður en liægt er að fara að ræða urn formsköpun, verður að vera fyrir lrendi sú þekking, sem hér hefur verið nefnd. Þá þekk- ingu getum við að nokkru sótt á vinnustaði og svo til þeirra stofnana, senr þegar eru fyrir lrendi og annast fræðslu um jretta, svo senr iðnskóla, tækniskóla og háskóla. Nú má segja, að nreð þeirri þekkingu, sem fyrir hendi er í nútínra tækniþjóðfélagi, sé hægt að framleiða nægilegt magn til að fullnægja þöff- unr þjóðanna á flestum sviðunr. Við gætunr hugs- að okkur, að með lögbundinni stöðlun lrúsgagna, nrataríláta, heimilistækja, klæðnaða og híbýla, senr framleidd væru í sjálfvirkunr verksmiðjum, MENNTAMÁL 165

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.