Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 4
Litið um öxl Með þessu hefti lýkur 43. árgangi Mennta- mála, fyrsta árganginum, sem öll stéttarsamtök kennara — frá forskólastigi til háskóla — ásamt Skólarannsóknum gefa út í samein- ingu. Ráðgert var í ársbyrjun að koma út á árinu sex 32ja síðna heftum í hinu nýja broti, sam- tals 192 síðum. Þetta hefur tekizt að því er blaðsíðufjöldann áhrærir, en heftin verða ekki nema fimm í ár — og urðu mun síðbúnari en stefnt var að. Þess er ekki að dyljast, að margt hefur farið öðruvísi um útgáfuna í ár en ætlað var, og er skemmst frá því að segja, að ritnefndin er ekki nema hóflega ánægð með það hvernig til hefur tekizt. Hins vegar er hún staðráðin í að láta ekki lítils háttar byrjunarörðugleika aftra sér í þeirri viðleitni að halda úti vönd- uðu uppeldismálariti — og á komandi ári verður mætt til leiks með nýjum og óþreyttum framherjum. Það má til nýjunga teljast, að á árinu réð- ust Menntamál ásamt Skólarannsóknum menntamálaráðuneytisins í að gefa út og dreifa á kostnaðarverði til áskrifenda vönd- uðu fræðiriti um hagnýtingu kunnáttuprófa eftir Norman E. Gronlund í ágætri þýðingu Þuríðar J. Kristjánsdóttur. Bók þessi fjallar um eitt vandasamasta svið kennslunnar, námsmatið, sem of lítill gaumur hefur verið gefinn í íslenzkum skól- um til þessa. Ritnefndin taldi bókina eiga brýnt erindi til kennara og annarra, sem láta sig skólamál skipta, og tefldi satt að segja á tæpasta vaðið með verðlagningu í von um almennar undirtektir áskrifenda. Þeir reynd- ust traustsins verðir, og er þá aðeins eftir að bera fram þakklæti og biðja þá vel að njóta gagnlegrar bókar. MENNTAMÁL 150

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.