Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 8
mynd er unnin á annan hátt nú en þá. Haía ber vakandi auga á framlagi nútíma mótunar- menntar. Þannig verður alhliða og frjótt list- menntalíf bezt borið uppi, að tveim meginþátt- um sé fullnægt: Þjóðin verður að leitazt við að þekkja sjálfa sig, fortíð sína, þau listaverk er hæst bafa borið, þau lífsgildi er þau flytja og um leið að skapa ný. Hvernig verður þetta bezt gert? Höfuð forsendan fyrir því er sú, að þjóðin eigi sér traustar menntastofnanir í myndlistum, að myndlistarmennt sé sjálfsagður hluti af upp- eldi hennar. Á fyrra falli sjálfstæðisbaráttunnar laut ís- lenzk mótunarmennt nokkurn veginn rökréttri þróun. í Danmörku voru aðstæður til listmennt- unar hinar ákjósanlegustu, þar ríkti rótgróin evrópsk hefð. Æðri menntastofnanir miðluðu staðgóðri þekkingu í listum. í þann nægtabrunn sóttu ísienzkir húsameistarar, myndhöggvarar, listmálarar, listiðnaðarmenn og handverksmenn þekkingu og reynslu. Á seinna fallinu hallar undan fæti og sérstak- lega eftir sjálfstæðistökuna. Þegar íslendingar eiga sjálfir að fara að taka þessi mál í eigin hendur, við nýjar aðstæður, skortir þá reynslu, þekkingu og fjármagn til að setja á laggirnar þær stofnanir, sem ómissandi eru hverju menn- ingarþjóðfélagi, sem sjónmenntir vill rækja. Við aukin fjárráð og líflegri samgöngur við umheiminn leysist hin forna hefð upp, íslend- ingar skammast sín jafnvel íyrir liana, sem bezt sést á því, hvernig þeir hafa farið með menn- ingararf sinn í byggingarlist. Útlent glingur flæðir yfir landið sitt úr hverri áttinni, ekkert andlegt aðhald kont í stað liins stranga skóla fábrotins og fátæks lífs. Hér er ef til vill full dökkt málað, því að vissulega liefur margt vel verið gert í listum á íslandi á tuttugustu öld. Hins vegar er ljóst, að listmenntalíf hefur hálfgert rekið á reiðanum, það vantar í það „holdning", eins og danskir segja, það vantar í það skipan. Orð eru til alls fyrst. Okkur, sem að þessari ráðstefnu stöndum, er það fullkomlega Ijóst, að við leysum ekki vanda myndlistarfræðslu, rnynd- listarmenntunar á tveim dögum. Hitt vildum við reyna: Að fá saman á einn stað nokkra þá menn, sem mestan áhuga hafa á listmennta- fræðslu og málið er skyldast, til þess að hefja umræður um stöðu sjónlista á íslandi í dag og hlut fræðslukerfisins. Hefja segi ég. Það hlýtur að vera öllum ljóst, að hér bíður rnikið verk, sem ekki verður leyst af hendi í skyndingu. Um það verða vitrustu menn að fjalla og leggja frarn reynslu sína og þekkingu. Það er höfuðnauðsyn, að þeir sem myndlist- um unna korni sjónarmiðum sínum og óskum á framfæri við ráðamenn Jrjóðarinnar og almenn- ing, láti ekki spyrjast um sig að þeir hafi sofið, þegar vaka átti. Listin hefur einmitt meir en nokkru sinni áður hlutverki að gegna á öld tækni, atóms og geiml'erða. Ef þessi fyrsta ráðstefna, sem haldin hefur verið hérlendis um myndlistarkennslu í skólum, gæti Jjokað Jressum málum eitthvað fram á við, Jrá liefur ekki verið til einskis unnið. MENNTAMÁL 154

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.