Menntamál


Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.10.1970, Blaðsíða 26
Alyktanir myndlistar- ráðstefnunnar Um bamaskólastigið: Ráðstefnunni þykir það uppeldislega rangt, að myndíðafræðsla á skyldunámsstigi hefjist ekki fyrr en með 10 ára aldri. Ráðstefnan leggur eindregið til, að slík fræðsla hefjist þegar við upphaf skólagöngu, þegar börn eru næmust fyrir slíkri tilsögn og sköpunarþörf þeirrar ríkust. Mikilvægt er, að slík tilsögn fari þó aðeins fram undir handieiðslu sérmennt- aðra kennara. Um gagnfræða- og menntaskólastig: Ráðstefnan telur, að brýn nauðsyn sé á framhaldandi myndlistarfræðslu frá lokum skyldunáms og út menntaskólastig að stúd- entsprófi. Verði sú menntun bæði sem hluti af kjarna skólanámsins og sem valgrein. Um listasögukennslu í Háskóla íslands: Ráðstefnan fagnar því, að ákveðið hefur verið að taka upp listasögu sem námsgrein til B.A.-prófs í heimspekideild Háskóla ís- lands, en bendir jafnframt á nauðsyn þess, að Með þessum þrenna hætti mætti mennta það kennaralið, sem er undirstaðan að Jrví, að við getum rekið af okkur þá önrurlegu og skammar- legu smán sem nú rikir í listmenntun Jjjóðar- innar og mun varla eiga sér hliðstæðu, sem betur íer, í allri álíunni. MENNTAMÁL 172 listasaga verði tekin upp sem þáttur í verk- fræði-, heimspeki-, og guðfræðideild, með tilliti til þeirrar sérmenntunar, sem að er stefnt í hverri deild. Skorað er á stjórn Háskóla íslands að stofna, svo fljótt sem auðið er, sérstakan kennarastól í lista- og menningarsögu. Um innlenda menntun arkitekta: Ráðstefnan telur að kanna beri með hvaða móti menntun íslenzkra arkitekta verði hagað með tilliti til íslenzkra þarfa og íslenzks skóla- kerfis. Um kennaramenntun í listum: Til að anna aukinni listfræðslu í skólakerf- inu telur ráðstefnan að eftirtaldar breytingar á kennaramenntuninni þurfi að koma til: 1. Listasaga verði tekin upp sem kennslu- grein til B.A.-prófs í heimspekideild Há- skóla íslands. 2. Listasaga verði í auknum mæli tekin upp í teikni- og sögukennslu við Kennaraskóla íslands og jafnframt gerð að valgrein. 3. Kennaranám við Myndlista- og handíða- skóla íslands verði aukið um eitt ár með það fyrir augum að gera kennara þaðan hæfari til alhliða myndlistakennslu, bæði á verklegu og listsögulegu sviði. Með þessum þrem þáttum mætti fullnægja þörfinni fyrir listasögukennslu á öllum skóla- stigum, að háskólanámi. Um menntun iðnhönnuða: Ráðstefnunni þykir þjóðhagslega nauðsyn bera til að stórefla menntun í listiðnaðar- og iðnhönnun við Myndlista- og handíðaskóla íslands, svo og að stuðla að markvissari

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.