Vorið - 01.09.1945, Page 12
VORIÐ
74
sinna. Hann sneri sér að fyrirliðan-
um og spurði:
„Við verðum þó látnir lausir aft-
ur?“
Fyrirliðinn yppti öxlum og svar-
aði með daufu brosi:
„Við getum nú talað um það
seinna. En sem stendur óskunt við
þess eins, að þið gefið okkur nokkr-
ar upplýsingar, og þið verðið að
minnsta kosti ekki látnir lausir
fyrr en við verðum þess fullvissir,
að þið séuð okkur ekkert hættuleg-
ir.“
„Þið eruð ræningjar," mælti
Ferdinant reiður.
Fyrirliðinn kinkaði kolli. ,,Ég
neita því ekki. Við höfum verið í
leiðangri og lánið hefur verið með
okkur. Við hefðum vel getað tekið
skútuna, en látum það þó bíða fyrst
um sinn. En foringja ykkar verðum
við að ná á okkar vald, og þeim af
mönnum hans, sem eftir eru.“
Ferdinant hristi höfuðið.--------
„Ég skil ekki eitt orð af þessu."
„Það er heldur ekki nauðsynlegt,“
mælti foringinn. „Það er nóg, ef
við skiljum, hvað um er að vera.“
Eftir hálfrar klukkustundar róð-
ur komu þeir að seglskútu, sem lá í
hvarfi við nes eitt. Ferdinant og
Óli voru fluttir yfir í skútuna og
þeir síðan leiddir niður í káetu.
Þeir veittu enga mótspyrnu, það
var tilgangslaust. Liðsmunurinn
var svo greinilegur.
Þegar komið var niður í hina
þröngu og dimmu káetu, spurði
fyrirliðinn þá, hve margir þeir
hefðu verið, og þegar Ferdinant
svaraði sem fyrr, að þeir væru að-
eins þrír á skipinu, hélt hinn áfram.
brosandi:
„Þið skuluð nú ekki komast hjá
því að segja allan sannleikann. Þið
eruð fangar mínir, hér verðið þið
lokaðir inni og þið þurfið ekki að
hugsa ykkur að losna héðan. En ég
get huggað ykkur með því, að þið
skuluð fá nóg að borðar og það
verður farið vel með ykkur.“
Að svo mæltu hvarf foringinn
út úr káetunni og Ferdinant og Óli
urðu einir eftir.
„Ég skil ekki baun í þessu öllu
saman,“ sagði Óli.
„Ekki ég heldur,“ mælti Ferdi-
nant
„Heldurðu, að þeir taki okkur al'
lífi?“ spurði Óli hikandi.
„Það veit ég ekkert um,“ mælti
Ferdinant. „Þetta eru vafalaust
smyglarar, þótt ungir séu. Þeir eru
flestir á aldur við okkur. Það er
nokkuð snemmt fyrir pilta á því
reki að byrja á slíkri atvinnu."
Þegar dimmt var orðið um kvöld-
ið, lagði Claudíus skipstjóri aftur
af stað fram til skútu sinnar. Hann
hafði lagt fyrr af stað en hann hafði
ætlað í fyrstu. Þegar hann kom að
hlið skútunnar, kallaði hann \
Ferdinant, en þegar enginn svar-
aði, kallaði hann á Óla. En það fór
á sömu leið. En þegar enginn svar-
aði, tók hann til að blóta og skamm