Vorið - 01.09.1945, Side 28

Vorið - 01.09.1945, Side 28
90 V O R I Ð eina skildinga. Himininn var þá hulinn dimmum skýflókum, og Hans hugsaði með sér, að mikil blessun væri það, ei: nú skyldi gera dembu niður yfir garðinn. Hann veit þá ekki fyrri til, en honum finnst dropi koma á nefið. Hann lítur þegar upp og nasar og finnur, að farið er að rigna. Hann horl ir þá glaður upp í loftið og sér á hak við skýflókana mikinn sæg cins og af liðrildum, sem flögruðu milli skýj- anna og létu drjúpa smádropa nið- ur úr hverjum anga. Hans lljúga þá strax í hug vindbelgirnir og hugsar, að þessir hinir litlu regn- belgir hljóti að vera skyldir þeim. Hann hugsar sér þá að styggja þá ckki eins og hina, tekur ofan liatt- inn fyrir þeim, hneigir sig djúpt og segir: ,,Komið blessaðir, regnsveinar mínir góðir. Þið gerið vel í því að láta rigna dálítið. Eg sé, að þið gcrið eins og þið getið. En vænst þætti mér um, cl þið vilduð gera svo vel og skila til hennar Rigningar, móð- ur ykkar, að hún vaoi velkomin á mitt heimili með drjúga skúr.“ Að svo mæltu setti hann hattinn upp aftur og keyrði hann niður á háls, því að nú brast á ákaflegur stormur og regnið streymdi niður. Þá hljóp Hans eins og fætur toguðu heim t il sín, til að koma myllunni af stað. En þegar hann kemur að henni, leikur hún öll á reiðiskjálfi, svo að hrakar og hriktir í hverju tré, og einhver vera-með vængjum flýgur öskrandi, suðandi og æðandi inn í mylluna. Hún var í hvítum kyrtli, skósíðum, með mörgum fellingum, og í framan var hún bólgin út undir eyru. Var þar kominn Stormur sjálfur. „Ég hef engan frið haft fyrir hörnunum mínum,“ segir hann. „Þau hafa ekki linnt við mig látum, að ég færi sjálfur og kæmi þér til hjálpar. Hafðu nú kornið á reiðum höndum, því að nú skal ekki vanta vind. Ég ætla að hvíla mig hérna stundarkorn. Ég hef flogið langar leiðir yfir höf og eyðimerkur og verð að vera kominn norður að heimsskauti í fyrramálið." „Hann ætlar ekki að hafa of langar viðtafirnar," hugsaði Hans malari. Og meðan Stormur sat í myllunni og hvíldi sig, kallar Hans konu sína á eintal, og þau taka ráð sin saman, að láta Storm ekki sleppa aftur. Þau vinda þegar bráðan hug að því, og áður en Storm grunar nokkuð, er Hans húinn að hyrgja hverja smugu á myllunni og kona hans að tvílæsa dyrunum og troða upp í skráargatið. Stormur verður þess ekki var fyrr en um seinan, en finnur fljótt á sér, hvað í efni er. Hann kallar þá með öndina í háls- inum: „Æ, gefið mér loft, loft, loft. Ég ætla að kafna!“ Síðan veltist hann niður af kvarnarstokknum, er hann sat á, verður í einu vetfangi kinn- fiskasoginn og dregur úr honum allan mátt. Hann stundi þar, sem

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.