Vorið - 01.09.1959, Side 13

Vorið - 01.09.1959, Side 13
V O R I Ð 91 TómstundajDáttur Tága- og bastvinna. Vetrar löngu vökurnar voru öngum þungbærar, við ljóðasöng og sögurnar söfnuðust föngin unaðar. Ein þegar vatt og önnur spann, iðnin hvatti vefarann, þá var glatt í góðum rann, gæfan spratt við arin þann. Svo kvað Ólína Andrésdóttir. En lifnaðarhættir okkar eru breyttir, síðan þetta var. Ýmsir hafa eignast fleiri tómstundir en áður, og til eru þeir, sem vita ekki, hvernig þeir eiga að verja þessum dýrmæta tíma, svo að vel sé. Ég man eftir því, að eldra fólkið sagði okkur, sem yngri vorum, að iðjuleysið væri undirrót alls ills. Við trúðum þessu ekki sem bezt í þá daga. Nú hefur reynzlan kennt okkur að þetta er rétt. En Ofurstinn: „Er nr. 22 ánægður með matinn?" Númer 22: „Já, herra ofursti." Ofurstinn: „Og það er viðhaft fullkom- ið réttlæti við úthlutun matarins? Engir fá til dæmis minni bita en aðrir?" Númer 22: „Nei, herra ofursti. Við fá- um allir litlu bitana." skilji maður þetta, skortir ekki verkefnin. Sumir eignast þó fleiri tóm- stundir en þeim gott þykir, vegna sjúkleika eða af öðrum ástæðum, og eiga þá kannski erfitt með að afla sér verkefna við sitt hæfi. Sumarið 1958 var ég á tveggja mánaða námskeiði fyrir kennara, sem leiðbeina fólki við tómstunda- iðju. Flest af þessu fólki voru starf andi kennarar, sem notuðu sumar- leyfið til að læra eitthvað nýtt. Þess- ir kennarar kenndu við sjúkrahús, skóla, æskulýðsheimili, fangelsi og uppeldisheimili fyrir börn og ungl- inga, sem lent höfðu á glapstigum vegna iðjuleysis eða slæmra lífsskil- yrða. Þarna var margt skemmtilegt að sjá og margt hægt að læra. Þar vildi ég geta verið á hverju sumri til að læra meira og geta kennt og leiðbeint nemendum mínum með ótalmargt skemmtilegt. Eitt af því, sem mér finnst mjög handhægt og skemmtilegt er að riða úr tágum. Oft er hægt að fá tágar í Tómstundabúðinni í Reykjavík. Þær hafa kostað um kr. 100.00 kílóið. Þær fást í eðlilegum lit og bleiktar hvítar. Tágarnar eru misgrófar, frá 1 mm. og í 6 mm.

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.