Vorið - 01.09.1959, Síða 27

Vorið - 01.09.1959, Síða 27
V O R I Ð 105 — Þyrnar og þistlar eru engin garðblóm, sagði hann rólegur. — Nógu góður blómagarður handa mér, og nú hefur þú eyðilagt hann, svaraði kerlingin og hló ill- kvittnislega. — En þú skalt fá að borga þetta. Þú verður skammlífur, slæmur sjúkdómur mun brjóta nið- ur þrótt þinn, og ástmeyjar þinnar fær þú ekki að njóta. Svo lyfti hún stafnum og þuldi einhverja galdraþulu. — Kerlingin hlýtur að vera brjál- uð, hugsaði Rudi. Hann sneri við og reið burt. Hann trúði ekki á þennan óhugnanlega spádóm. Dimm ský þutu yfir himininn og þungar drunur heyrðust í fjarska, sem gáfu til kynna, að þrumuveður væri í aðsigi. Skömmu síðar kom hellirigning, svo að Rudi hafði aldrei þekkt annað eins. Hann hélt áfram ferðinni og leitaði að ljós- glætu milli trjánna, en fann enga. Síðari hluta nætur komst hann loks heim að bænum, og foreldrar hans vöktu bæði, hrædd og kvíða- full. Rudi var svo gegnum kaldur, að hann gat varla staðið á fótunum og móðir hans leiddi hann inn. En engum sagði lrann frá atvikinu í skóginum. Hann var á fótum daginn eftir, en hann var ekki heilbrigður. Kuldinn vildi ekki hverfa úr líkam- anum og hann hafði enga matar- lyst. Þó að hann vildi ekki láta þennan lasleika á sig fá, hnignaði honum smám saman. Þannig liðu nokkrar vikur. Foreldrarnir veittu þessu ekki eftirtekt, en Belinda var gleggri. Þótt hún hefði ekki sjón- ina, varð liún þess vör, að eitthvað var að Rudi. Svo lagðist Rudi i rúmið. Hann bað um að fá að hafa Belindu hjá sér. Foreldrar hans leyfðu það með tregðu. Þau óttuðust, að það gæti haft áhrif á heilsu hans, ef hann fengi ekki óskir sínar uppfylltar. Þau urðu þess fljótt vör, hve þessi blinda stúlka var góð og myndar- leg. Hún gekk svo hægt um, og eng- inn gat gert sjúklingnum til hæfis eins og hún. Brátt þótti þeim svo vænt um hana eins og hún væri þeirra eigin dóttir. Þau sáu eftir að þau höfðu sett sig á móti giftingu hennar. Undir morguninn var Rudi mjög veikur. Og þegar Belindu varð hugsað til þess að hann mundi bráðlega yfirgefa hana, fór hún að gráta. — Skyndilega heyrði hún fótatak á veginum og rödd, sem spurði: — Hvers vegna grætur þú svo sárt, barnið mitt? Belinda þekkti röddina. Þetta var Tonía, gömul kona frá þorpinu. Fólk sagði, að hún kynni ýmislegt fyrir sér, og sumir óttuðust hana. Belindu kom í hug, að ef til vill gæti hún hjálpað Rudi. Og fyrr

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.