Vorið - 01.09.1959, Qupperneq 37

Vorið - 01.09.1959, Qupperneq 37
V O R I Ð 115 „Ég kemst ekki inn í fjósið,“ sagði úlfurinn. „En ég veit, hvemig þú getur komist inn í fjósið,“ sagði Sprettur. „Ég skal sýna þér það“ „Ertu viss um að þú getir það?“ spurði úlfurinn. „Ég er alveg viss um það,“ sagði Sprettur. „Jæja, skítt með það,“ sagði úlf- urinn. „En ég heimta að fá að bera þig í munninum, svo að þú takir ekki upp á því að svíkja mig.“ Ekki leizt nú Spretti á það að láta úlfinn bera sig í munninum. Það var að vísu fljótlegt ferðalag, og eftir litla stund vom þeir þó komnir yfir engið og heim að bæn- um. „Jæja, hvar get ég nú komist inn í fjósið?“ spurði úlfurinn. „Segðu mér það áður en hin dýrin verða vör við mig og vekja húsbóndann.“ „Slepptu mér þá á jörðina, þá skal ég sýna þér það,“ sagði Sprett- ur. — Úlfurinn opnaði kjaftinn og Sprettur datt á jörðina, og eins og örskot hljóp hann í gegnum gat, sem var á hurðinni. „Þetta er leiðin, sem ég fer inn í fjósið,“ kallaði hann. „En ég held að þessar dyr séu of litlar fyrir þig.“ Úlfurinn varð svo öskureiður að hann fór að ýlfra og urra, svo að öll dýrin á bænum vöknuðu. Kýrin fór að baula, grísirnar fóru að rýta og endurnar fóm að kvaka. Hest- urinn fór að hneggja, og hundur bóndans fór að gelta. Sprettur stakk höfðinu út um gatið og kallaði til úlfsins: „Sjáðu til, herra úlfur. Það er víst bezt að þú hypjir þig burt. Bóndinn kemur hlaupandi og hann hefur víst tekið með sér byss- una. Ég vil ekki að þú sért skotinn, því þegar ég er orðinn stór, hefði ég gaman af að berjast við þig.“

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.