Heima er bezt - 01.03.1951, Qupperneq 27
Nr. 1
Heima er bezt
23
SÖNGKEPPNIN
Saga eftir Arthur Conan Doyle
Á ÞVI herrans ári 66 sigldi Neró keisari
til Grikklands. Hann var þá 29 ára gamall
og hafði farið með völd í þrettán ár. Hann
lagði af stað frá Puteoli og flutti með sér
heilmikið af máluðum leiktjöldum og ann-
an leiksviðsbúnað, en í förinni með hon-
um var mikill fjöldi aðalsmanna og sena-
tora, sem hann þorði ekki að skilja eftir í
Róm og allir týndu lífinu með dularfull-
um hætti í ferðinni.
Nánar tilgreint voru í fylgdarliði keisar-
ans Natus, söngkennari hans og Cluvius,
maður nokkur, sem hrópaði upp öll tign-
arheiti keisarans ógurlegri röddu, ásamt
þúsund unglingum, sem klappa skyldu
herra sínum lof í lófa, er hann söng eða
lék fyrir almenning. Svo mikilli leikni
höfðu þeir náð í list sinni, að hver þeirra
hafði fastákveðnu hlutverki að gegna.
Sumir voru til þess eins kvaddir, að gefa
frá sér lágan, djúpan hrifningarsón. Aðrir
klöppuðu saman lófunum sem ákafast.
Enn aðrir áttu öldungis að verða viti sínu
fjær af aðdáun — grenja og stappa og
lemja stöfum sínum um bekkina. En þeir,
sem mest skyldi um muna, áttu að rymja
þyngslalega og þannig, að þeir yfirgnæfðu
eða hálfkæfðu alla aðrá háreysti. List
þessa höfðu þeir numið af manni nokkrum
frá Alexandríu. Þótt söngrödd Nerós værý
lítilfjörleg og listflutningur hans beinlínis
átakanlegur, átti hann það þó öldungis
víst fyrir sakir þessara keyptu aðdáenda,
að snúa heim til Rómar með þann heið-
urssveig, sem jafnan var sigurvegaranum
í té látinn á hverri söngkeppni í grískum
borgum.
Daginn út og daginn inn dvaldist keis-
arinn með söngkennaranum f tjaldi sínu,
meðan hinni skrautbúnu galeiðu hans var
róið yfir Miðjarðarhaf, og æfði sig á þeim
lögum, sem hann hafði valið sér til flutn-
ings. Við og við kom núbískur þræll inn í
tjaldið og smurði háls drottins síns með
•olíu og balsami, svo að hann væri í góðu
lagi við raunina miklu í landi söngs og
ljóða. Um mat hans, drykk og fótavist
giltu ákveðin fyrirmæli, eins og gerist um
aflraunamenn, sem æfa sig undir stranga
keppni, og frá tjaldi hátignarinnar barst
■sí og æ hörpuglamrið og gjallandi rödd
keisarans.
Nú bar svo við, að uppi var á þessum
tíma geitahirðir einn grískur, sem Pólikles
"hét. Hann hirti geitahóp, sem hann átti
sjálfur mikils til og hélt um þessar mundir
til beitar í fjalllendinu við Hereu, röskar
fimm rastir norður af Alfeusfljótinu og
skammt frá Olympíu, hinni víðkunnu
borg. Hirðir þessi var þekktur þar um
slóðir fyrir óvenjulegar gáfur og mikinn
skapofsa. Skáldmæltur var hann svo vel, að
tvívegis hafði hann hlotið sveig fyrir Ijóð
sín. Þá var hann og söngvinn mjög og svo
hneigður fyrir að leika á hljóðfæri, að
menn áttu öllu fremur von á að hitta hann
staflausan en án hörpunnar. Hann bar
meira að segja með sér hörpuna um ein-
manalegar næturvökur að vetrarlagi, og
marga einverustundina stytti hann sér með
félagsskap við hana. Hún var orðin sem
hluti af honum sjálfum.
Þá var hann líka fríður sýnum, hör-
undsdökkur og ákaflyndur. Honum svipaði
til Adónis, og að hreysti fannst hans enginn
jafni, en hann var svo ráðríkur, að hann
þoldi hvorki minnstu andmæli né and-
stöðu, enda átti hann í sífelldum erjum við
nágranna sína, og þá er geðofsinn hafði
hann á valdi sínu, dvaldist hann oft, svo
að mánuðum skipti, í grjótbyrgi sxnu á
fjöllum.
Hann undi sér með hörpu sinni og geit-
unum og vissi ekkert um, hvað fram fór
í heiminum.
Vormorgun einn árið 67 höfðu þeir
Pólikles og hjarðdrengurinn Dórus rekið
geitahjörðina á nýja haga, þangað sem sjá
má úr fjarlægð til borgarinnar Olympíu Er
Pólikles skyggndist þangað niður, vakti
það honum furðu, að reist hafði verið þak ,
yfir nokkurn hluta hringleikahússins fræga,
eins og þar væri eitthvað að gerast.
Ekki hafði Pólikles neina hugmynd um
það, hvað fram ætti nú að fara í borginni,
enda jafnan einn síns liðs á fjöllum uppi,
en hitt var honum ljóst, að grísku leikina
átti ekki að halda fyrr en að tveimur ár-
um liðnum, og því hlaut það að vera ljóða-
og söngvakeppni, sem honum höfðu engar
fregnir borizt af. Væri hugboð hans rétt,
gat hann ef til vill unnið verðlaunin, og
þótt ekki væri annað, þráði hann alltaf
músik og neitaði sér aldrei um að hlusta
á söng og leik frægra listamanna, ætti hann
þess nokkurn kost. Hann kallaði því á Dor-
us, fól honum geiturnar og skundaði af
stað með hörpuna um öxl til að forvitn-
ast um, hvað væri á seiði í borginni.
Þegar Polikles kom að útborgunum,
sást þar enginn maður á ferli, en furðulegra
var þó, að á breiðgötum borgarinnar var
heldur engin mannleg sál. Hann herti því
gönguna, og er að leikhúsinu kom, heyrði
hann lágan og samfelldan nið, sem gaf ó-
tvírætt til kynna, að mikill mannfjöldi væri
þar saman kominn. Aldrei hafði hann getað
gert sér slíka söngkeppni í hugarlund —
ekki einu sinni í draumi.
Nokkrir hermenn voru á vakki utan við
hliðið, en Pólikles tróð sér á milli þeirra
inn í mannfjöldann, sem fyllti salinn. Hann
skimaði í kringum sig og kom auga á ýmsa
hjarðmenn, sem hann þekkti. Þeir sátu
mjög þröngt á bekkjunum og mændu allir
fram á leiksviðið. Hann varð þess var, að
hermenn stóðu í röðum með veggjum
fram og mikinn hluta salarins skipuðu
ungir . menn með framandi svipfar, hvít-
klæddir og síðhærðir. Þetta sá hann allt,
en hann vissi ekki hverju það sætti.
Hann beygði sig að hirði nokkrum til
að spyrja hann, en samstundis stjakaði
hermaður við honum með spjótskaftinu og
skipaði honum að hafa hægt um sig. Mað-
urinn, sem hann hafði ætlað að spyrja,
hélt að hann væri að biðja um rúm á
bekknum og þrýsti sér því fastar upp að
næsta manni. Þannig varð það, að Pólikles
fékk sæti á enda þess bekkjar, er næstur
var dyrunum. Nú beindist öll athygli hans
að leiksviðinu. Þar var þá Metas, frægur
söngvari frá Korinþu og gamall vinur
hans. Hann söng ög lék á hörpu sína, án
þess að sérlega mikla hrifningu væri að sjá
á áheyrendum.
Pólikles þótti Metas ekki fá þá viður-
kenningu, ér hann ætti skilið og klappaði
af mikilli ákefð, en þá brá svo undarlega
við, að hermennirnir hleyptu brúnum, og
þeir, sem næstir honum sátu, virtu hann
fyrir sér með, undrunarsvip. En hann var
maður skapstór og uppreisnargjarn og
klappaði þeim mun ákafar, sem hann fann
betur, að hann stóð einn uppi.
Það, sem á eftir kom, þótti geitahirðin-
um þó stórfurðulegra. Þegar Metas hneigði
sig og hvarf af sviðinu við daufar undir-
tektir áheyrenda, kom sá fram, sem ein-
kennilegastur var allra í salnum, og ætlaði
þá allt niður að keyra af fagnaðarlátum
mannfjöldans.
Sá var maður lágvaxinn og þrekinn,
hvorki ungur né gamall, með hrútssvíra,
búlduleitur og stórleitur, og hékk öll ásjón-
an í fellingum eins Qg húð á nautshálsi.
Hann var skringilega til fara, í stuttum
bláum kyrtli og með gullið belti um sig
miðjan. Hálsinn og nokkur hluti brjóstsins
var nakinn, og stuttit^ luralegir fótleggir
hans berir frá háskónum og langt upp á
læri, þar sem við tók kyrtillinn. I hár hans
voru festir tveir gullnir vængir og á hæla
hans líka, rétt eins og jafnan ef sýnt á
myndum af guðinum Merkúríusi. Að baki