Heima er bezt - 01.03.1951, Page 31
Nr. 1
Heima er bezt
21
uðu vinir hans að kasta spjót-
um og boomerang á hann frá öll-
um hliðum. Honum tókst að
verja sig með því að hreyfa til
skjöldinn. En einu sinni snerti
spjót hann í lærið og rispaði
hann. Þeir sem köstuðu öskruðu
af kæti, er þeir sáu blóðið renna.
Meðal Ástralíunegra eru ætt-
artengslin ekki eins þýðingar-
mikil og tengsli þjóðbálksins.
Allir í þjóðbálkinum eru í raun
og veru skyldmenni. Öldungarn-
ir mynda ráð og gæta þess, að
ekki sé brugðið út af siðum og
venj um.
Líf Ástralíunegra er alls ekki
eins frjálst og maður skyldi
halda. Ástralíunegrinn er háður
mörgum siðum og venjum, og i
raun og veru bundinn þeim. Áð-
ur en pilturinn öðlast full rétt-
indi sem fullþroska maður, verð-
ur hann að þola sársaukafullar
vígslu- og manndóms-aðgerðir.
Umskurnin sem framkvæmd er
með hnífi úr steini, er áreiðan-
lega ekki sú sársaukafyllsta. f
þessu sambandi má geta þess,
að hugulsamur trúboði gaf eitt
sinn einum þjóðflokknum rak-
vélarblað til þessara hluta.
Þetta nýja tæki var að visu not-
að nokkrum sinnum, en svo var
því hent og gripið aftur til
steinhnífsins, sem hafði sannað
yfirburði sína gegn um marga
ættliði.
Annað vígslufyrirmæli fyrir
æskulýðinn er það að liggja í
brennandi sólarhitanum svo
dögum skiptir. Hann fær hvorki
þurrt né vott á meðan. Aftur á
móti er lifandi maurum kastað
í andlit honum hvað eftir ann-
að. Unglingarnir mega ekki sýna
á sér sársaukamerki og yfirleitt
verða þeir að láta líta svo út,
að þeir séu tilfinningarlausir;
þeir mega ekki einu sinni láta
sjá á sér svipbrigði, þegar fram-
tönn er slegin úr munni þeirra.
en það er gert með kylfu með
nagla á endanum.
Unglingarnir fá heldur alls
ekki leyfi til að læðast hljóðlega
gegnum dimman kjarrskóginn
til að hitta hinar dökkeygðu
blómarósir, sem þá dreymir um.
Þetta „litla“ tilfinningaatriði sér
elzti maður ættbálksins um, og
oft áður en þau eru fædd.
Ástralíunegrarnir eru ekki eins
duglegir veiðimenn og forfeður
þeirra voru. Þegar innfæddir
menn eru úti í leit að hunangi,
veiða þeir býflugu með hendinni,
síðan kreista þeir hana, og
fylgja henni síðan eftir, er hún
flýgur heim til búsins. — Frá
gamalli tíð eru Ástralíunegrarn-
ir sérfræðingar í því að dulbú-
ast, og þeir geta synt undir yfir-
borði vatnsins með pípu í munn-
inum og gripið sundfuglana nið-
ur til sín. Oftast geta þeir not-
að tærnar jafnvel sem hendurn-
ar. Þeir eru t. d. vanir að skríða
á jörðinni og draga spjót sín á
eftir sér með tánum, — og þeir
eru einkennilega hittnir, er þeir
kasta þeim.
r--------------------------------
Einstaka ættflokkar á strönd-
unum hafa reynt að lifa eftir
háttum hvítra manna, en flest-
ir þeirra hafa visnað upp og dá-
ið, er þeir hætta að lifa sam-
kvæmt sínum venjulegu lifnað-
arháttum. Einstaka sinnum
hjálpa þeir hvítu lögreglunni við
að ná í glæpamenn, er leynast
meðal hinna innfæddu.
Það kemur mjög sjaldan fyrir,
að þeir setjist að meðal hvítra
manna, og það er aldrei lengi í
einu. Fyrr eða seinna verða þeir
gripnir ómótstæðilegri löngun til
að fara aftur til kj arrskóganna
og hins eyðilega hluta inni í
landinu, og halda þar áfram að
lifa á steinaldarhátt — á sama
hátt, sem forfeður þeirra lifðu.
Ví SN AMÁL
Margt verður mönnum að ljóði. Þessar
vísur eru nokkrar af mörgum, sem ortar
voru undir útvarpsumræðunum frá Alþingi.
Fjör í kringum firða er,
frí af táli sálin,
meðan þingsins horskur her
hvessir mála stálin.
Bjarna aldrei brestur vit,
bhðan sínum vinum,
en vopn sín, rök gegn rauðum Iit,
reiðir snöggt að hinum.
Hermanh raddar hreyfði tól
hátt og snjalt að vonum.
Bændur eirnir út við pól
eiga traust hjá honum.
Rútur gall, og geðið svall,
górna skall þar boðinn.
Margt við brall á stjórnarstall
stríddi snjallur goðinn.
Einn er halur æðrulaus
ítem jafnhugaður:
Stefán Jóhann stefnu kaus,
stýrir hress og glaður.
Brynki karlinn ekkert á
utan flokkinn rauða.
tefst í lífi og dauða.
Rússum trúr og tryggur, sá
Hér fara á eftir nokkrir botnar við vísu-
helming, sem fram kom í útvarpinu fyrir
skömmu. Fyrriparturinn, sem konur áttu
að botna, var svona:
Yndið jafnan fyrr eg fann
í flokki ungra sveina.
Hér eru nokkrir af botnum kvenn-
anna:
Nú á ég bara eiginmann
og ótal börn, sem veina.
Hve ástin heitt í brjósti brann
brást mér oft að leyna.
Það veit heilög hamingjan
að hætt er ég að reyna.
En eg fékk þó auman mann,
ekki er því að leyna.
Fyrripartur karlmannanna var svona:
Yndið jafnan fyrr ég fann
í flokki ungra meyja.
Hér eru nokkrir botnarnir:
Kom og sá og sigur vann
um sumt er bezt að þegja.
Drumburinn, sem engri ann,
ætti strax að deyja.
Kæmi hér við konum bann,
kysi ég helzt að deyja.
Lengi Sjafnar loginn brann
lifir hann til að deyja.